fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Samfylkingin að þurrkast út: Píratar og Sjálfstæðisflokkur með yfirburði

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. maí 2016 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin nýtur aðeins 6,1 prósents fylgis samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Samkvæmt niðurstöðunum halda vandræði Samfylkingar, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar áfram, en 2,5 prósent segja myndu kjósa Bjarta framtíð en 7,3 prósent Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur milli Samfylkingar og Framsóknarflokks.

Fjallað er um niðurstöðurnar í Fréttablaðinu

Þessir þrír flokkar fengu samtals 34 þingmenn í síðustu kosningum; Framsókn 19, Samfylking 9 og Björt framtíð 6. Yrði niðurstaðan þessi fengi Framsóknarflokkurinn fimm þingmenn, Samfylkingin fjóra en Björt framtíð næði ekki inn manni.

Könnunin var þannig framkvæmd að hringt var í 1.080 þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 74,1 prósent. Alls tóku 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.

Samkvæmt niðurstöðunum myndi rúm átján prósent kjósenda kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru sem fyrr stærstu flokkarnir og segjast tæp 32 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent Pírata. Tekið er fram að munurinn á fylgi þessara tveggja flokka er ekki tölfræðilega marktækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“