fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt“

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins – Helgi kveðst vera misskilinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 27. maí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2. Framsókn bætir við sig tæpu prósentustigi en hjá Pírötum minnkar fylgið um eitt og hálft prósent miðað við síðustu könnun fréttastofunnar. Þá mælist Samfylkingin með aðeins 6% fylgi og Björt framtíð 2.5%. Vinstri græn mælast með rúm 18%. Þetta kemur fram á Vísi.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að ástandið sé mjög alvarlegt.

„Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu.”

Katrín Jakobsdóttir vill að vinstri flokkarnir gangi til kosninga sem kosningabandalag um ákveðin málefni. Var Helgi hrafn spurður um álit sitt á því og sagði Helgi að hann hefði ekki skynjað neinn áhuga hjá Pírötum að stofna til slíks bandalags. Helgi hafði þetta að segja.

„Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi.”

Eftir að fréttin fór í loftið birti Helgi stuttan pistil inn á Pírataspjallinu og vildi meina að um misskilning hefði verið að ræða.

„Þegar ég talaði um kosningabandalag í viðtali við Stöð 2 var ég að svara spurningu um eitthvað eins og R-listann í Reykjavík á sínum tíma, og fyrir slíku þekki ég engin rök. Það eru hinsvegar rík og augljós rök fyrir því að tilgreina fyrirfram hvaða áherslur flokkar sjái sér fært að vinna með öðrum um, ala hugmyndin hennar Birgittu.“

„Nefni þetta bara til að fyrirbyggja ágreining byggðan á misskilningi. Það var ekkert nýtt í þessu viðtali nema að ég sagði, sem er satt, að ég hef ekki heyrt einn einasta flokksmeðlim sýna hugmyndinni um fyrirbærið kosningabandalag ala R-listann, eða þau kosningabandalög sem við skoðuðum í kosningunum 2013, nokkurn einasta áhuga. Bara að reyna að fyrirbyggja einhverja misskilninga um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala