fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vegfarendur hvattir til að sýna sérstaka aðgát

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spáð er hlýjum suðlægum áttum næstu dagana og gæti hitinn þannig náð um tuttugu stigum á norðausturlandi um helgina.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að enn sé þónokkur snjór í fjöllum, einkum um landið norðan- og austanvert. Í þeim hlýindum sem verða má búast við talsverðri leysingu. „Samfara hlýindunum verður drjúg rigning með köflum á vesturhelmingi landsins. Búast má við vexti í ám og lækjum af þessum sökum fram á helgina og eru vegfarendur hvattir til að sýna sérstaka gát við ár,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurstofan gerir ráð fyrir stífri suðvestanátt í dag, jafnvel stormi norðvestanlands fram eftir degi. Þá verður súld eða rigning, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. „Hlýtt í veðri, hiti allt að 20 stig austanlands. Sunnanátt á morgun, hvassast og blautast vestantil, en þurrast á norðaustanverðu landinu þar sem hámarskhiti nær líklega 20 stigum. Léttskýjað fyrir norðan og austan á laugardag, en dregur úr úrkomu vestanlands. Hiti breytist lítið, áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi,“ segir um veðrið næstu daga á vef Veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“