fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Guðni mælist 65 prósenta fylgi: „Ég held að það sé einhver skekkja í þessu“ segir Davíð Oddsson

Auður Ösp
Fimmtudaginn 26. maí 2016 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðna Th. Jóhannesson mælist með 65 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Á meðan sögðust tæplega 20 prósent þáttakenda ætla að kjósa Davíð Oddsson í embætti forseta Íslands.

Fram kemur á Vísi að 67 prósent þáttakenda hafi svarað spurningunni um hvern þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga á morgun, en alls náðist í 800 manns vegna könnunarinnar.

Andri Snær Magnason fylgir á eftir Davíð en 8 prósent þáttakenda sögðu að þeir myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent og lokst mælist Sturla Jónsson með 1,7 prósent. Minna en 2,7 prósent þáttakenda nefndu aðra frambjóðendur.

„Ég held að það sé einhver skekkja í þessu og bind vonir við það. Ég hef byggt á því að fá eitt prósent á dag og það hefur gengið eftir fyrir utan þessa könnun núna,“ sagði Davíð Oddsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þessum niðurstöðum. Á meðan minnti Guðni Th. Jóhannesson á að „þessar kannanir kæmu nú hver á fætur annarri“ en sem betur fer gæfist tími inn á milli til þess að hitta fólk og fara á fundi. „En það er enn langt til kjördags og ég held mínu striki en ég sýti það ekki að fólkið í landinu er á þessari skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu