fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Óheiðarlegur veitingamaður dæmdur í sex ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi inversks veitingastaðar í Bretlandi var dæmdur í sex ára fangelsi í gær eftir að hafa verið sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi.

Viðskiptavinurinn, hinn 38 ára Paul Wilson, lést árið 2014 eftir að hafa fengið bráðaofnæmi. Hann hafði pantað tikka-masala kjúklingarétt á staðnum og tók það skýrt fram þegar hann pantaði réttinn að engar hnetur mættu vera í réttinum.

Á matseðli kom fram að möndlur væru í réttinum og þar sem Wilson var ekki með ofnæmi fyrir þeim taldi hann óhætt að panta réttinn. Það hefði hann betur látið ógert því veitingamaðurinn hafði notast við ódýrari tegund jarðhneta í réttinn í stað mandlanna.

Veitingamaðurinn sem átti og rak staðinn, sem hét Indian Garden, heitir Mohammed Zaman og hafði hann áður fengið viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldum vegna þessarar tilhögunar. Kúnni með hnetuofnæmi hafði áður kvartað eftir að hafa veikst.

Í umfjöllun New York Times, sem fjallar um málið, er haft eftir móður Wilsins, Margaret, að sonur hennar hafi ætíð gætt sín. Hann hafi fyrst fengið hnetuofnæmi þegar hann var sjö ára og allar götur síðan tekist að forðast hnetur, þar til kvöldið örlagaríka árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“