fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kristján Þór kom ferðamönnum til bjargar: „Ég vona að ég hitti þennan mann næst þegar við komum til Íslands. Takk kærlega!“

Misstu af flugi til London – Þá kom Kristján til skjalanna

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frásögn suðurkóresks manns af hjálpsemi starfsmanns Isavia á Keflavíkurflugvelli á dögunum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Ferðalangurinn, Seungsoo Shin, lofar umræddan starfsmann, Kristján Þór Karlsson, í hástert og segist aldrei munu gleyma því hvað hann gerði.

Þannig er mál með vexti að Seungsoo kom hingað til lands með kærustu sinni á dögunum. Markmiðið var ekki að staldra lengi við á Íslandi heldur ferðast beint til London með tengiflugi. Einhver misskilningur varð til þess að Seungsoo og kærasta hans misstu af fluginu til London.

Hann segir að ákveðin örvænting hafi gripið um sig enda voru þau að heimsækja Evrópu í fyrsta skipti, voru símalaus og ekki með íslenskar krónur á sér. „En mestumvert vorum við með mjög litla peninga á okkur og lítinn tíma,“ segir hann og bætir við að enginn fulltrúi flugfélagsins sem þau ferðuðust með hafi verið á svæðinu.

Það var þá sem umræddur starfsmaður, Kristján Þór Karlsson, kom til skjalanna. „Við þurftum hjálp og þá kom þessi frábæri maður og bjargaði okkur. Hann er starfsmaður flugvallarins. Þegar við sögðum honum að við hefðum misst af fluginu og spurðum hvað við gætum gert var hann ekkert nema hjálpsemin. Hann tók saman upplýsingar um hvaða flug við gætum tekið, jafnvel þó hann þyrfti þess ekki. Mig langar að þakka honum kærlega fyrir. Hefði hann ekki hjálpað okkur hefðum við orðið mjög örvæntingafull,“ segir Seungsoo í færslu sem hann skrifaði á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar.

„Þó að við höfum bara komið til Íslands fyrir milliflug er reynsla okkar af landinu góð, þökk sé þessum manni. Þakka þér kærlega fyrir. Þökk sé honum verður fyrsta ferðalag okkar til Evrópu gott. Ég mun aldrei gleyma þessu, þessari hjálpsemi íslenskra flugvallarstarfsmanna. Ég vona að ég hitti þennan mann næst þegar við komum til Íslands. Takk kærlega!“

Óhætt er að segja að frásögn Seungsoo hafi vakið mikla athygli á Facebook og hafa 3.300 líkað við færsluna. Þá hafa fjölmargir skrifað athugasemdir við hana og tekið undir ummæli Seungsoo. „Þessu trúi ég uppá Kristján, hann er góður maður og með eindæmum hjálpfús. Isavia heppið fyrirtæki að eiga hann sem starfsmann,“ segir einn þeirra sem skrifar athugasemd á meðan annar bætir við: „Kristján er alltaf almennilegur við alla , fràbær náungi útí gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“