fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hege Storhaug: „Vestræn menning er í mikilli hættu“

„Ef þið leyfið þessu að gerast, verða komnir hingað til lands öfgatrúarmenn með sína harðlínustefnu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2016 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hege Storhaug, höfundur bókarinnar „Þjóðarplágan Íslam“ sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vestræn menning væri í mikilli hættu. Hege hefur gefið út yfir 10 bækur og meira en helmingur þeirra snýr að Íslam.

Að sögn Hege er frelsi einstaklinganna á vesturlöndum í mikilli hættu vegna Íslam sem sé að festa rætur hér. Þá sé hún að tala um öfgatrúarmenn sem fylgi harðlínustefnu Íslam. Hún sagðist hafa búið í Pakistan í nokkur ár og þar hafi hún kynnst súnní-múslimum, sem hún segir vera frelsissinna. Hege þykir nokkuð umdeild og verið sökuð um hatursáróður.

„Það væri rangt að segja að allir múslimar væru svona eða hinseginn,“ sagði hún og bætti við að „við erum með frelsissinnaða múslima, sem við eigum að standa með og svo erum við með róttæka öfgatrúarmenn.“

Aðspurð hvað hún væri að gera her á landi sagðist hún vera að vara íslensku þjóðina við, því menning okkar sé einstök og á sama tíma þyrfti að viðhalda henni. Þá segist hún hafa heyrt að því að Sádí-Arabar hefðu áhuga á að opna mosku hérlendis, en hún vill vara Íslendinga við slíkum byggingum frá Sádi-Aröbum.

„Ef þið leyfið þessu að geras verða komnir hingað til lands öfgatrúarmenn með sína harðlínustefnu,“ sagði hún enn fremur og bætir við að moskum frá Katar og Sádi-Arabíu fylgi ofsatrúarmenn. Þá sagði hún norska þingið ekki hafa vilja til að berjast gegn slíku.

Bókin kom út í byrjun þessa árs á íslensku.
Þjóðarplágan Íslam. Bókin kom út í byrjun þessa árs á íslensku.

Að hennar sögn segist hún ekki hafa upplifað stríð á milli sjía- og súnní-múslima í Noregi en bendir á að deilur þeirra á milli hafi staðið yfir í 1.400 ár.

„Við ættum í alvöru að fara að hugsa okkar gang,“ segir hún og bendir á að algengara sé að sjá múslimskar konur í Osló en fyrir fimmtán árum. „Við verðum að setjast niður og taka ákvörðun, þetta fólk vill ekki gera það,“ sagði hún.

„Ég held að þeir séu ekki frjálslyndir, ég held að þeir skilji ekki hvað sé að gerast,“ sagði Hege aðspurð hvort hún teldi stjórnmálamenn í Skandinavíu vera of frjálslynda fyrir málefninu og segir það hafa spilað stóran þátt í því þegar hún hafi ákveðið að skrifa bækurnar. Þá sagði hún að ef stjórnmálamenn myndu standa upp, yrðu þeir líklega flokkaðir sem rasistar.

„Fjölmiðlar hafa hylmt yfir með vandamálinu,“ sagði hún en hrósaði dönskum dagskrárgerðarmönnum fyrir þátt sem sýndur var þar í landi, en þá höfðu dagskrárgerðarmenn með sér falda myndavél, sem hafi tekið upp það sem hafði átt sér stað í moskunni. Þann sjónvarpsþátt segir hún hafa ýtt við dönsku stjórnmálamönnum.

Hege verður með fyrirlestur í kvöld á Fosshóteli, Höfðatorgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu