fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Umboðsmaður: Nýjar upplýsingar um einkavæðingu Búnaðarbankans

Býður Alþingi aðstoð við rannsókn málsins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. maí 2016 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmanni Alþingis hafa borist upplýsingar um það hver raunveruleg þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser var í kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003 með aðild hans að Eglu hf. Þetta kemur fram í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, til stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis sem hann birti í morgun.

Eyjan fjallar ítarlega um bréf umboðsmanns á vef sínum.

„Þessum upplýsingum var komið til mín undir þeim formerkjum að ég gætti trúnaðar um uppruna þeirra. Eðli málsins samkvæmt kunna upplýsingar af þessu tagi að hafa þýðingu um réttmæti þeirra upplýsinga sem íslensk stjórnvöld byggðu á við sölu á umræddum eignarhluta, þar á meðal við val á viðsemjenda um kaupin,“ segir í bréfinu. Sem kunnugt er seldi ríkið Búnaðarbankann til S-hópsins í byrjun árs 2003, en S-hópurinn samanstóð af Eglu, Vátryggingafélagi Íslands, Samvinnulífeyrissjóðnum og Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar.

Í bréfinu segir umboðsmaður að það kunni að skipta máli hvort þau skilyrði sem fram komu í kaupsamningi um þessi viðskipti hafi að öllu leyti verið uppfyllt sem og þegar tekin var afstaða til beiðna kaupandans á síðasti stigum um breytingar á samningsbundnum skyldum aðila. Að sögn umboðsmanns telur hann ekki líkur á að upplýsingarnar, nema annað komi fram við athugun á grundvelli þeirra, séu tilefni til rannsóknar vegna meintrar refsiverðrar háttsemi. Af þeim sökum hefur umboðsmaður ekki talið skilyrði til þess að koma ábendingu um málið á framfæri við yfirvöld.

„Eftir að hafa starfað í rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði, sem fjallaði meðal annars um einkavæðingu bankanna, er mér hins vegar ljóst að lengi hafa veirð uppi óskir um aðild hins þýska banka á kaupunum verði skýrð nánar. Tilefnið eru efasemdir um að þáttur bankans hafi í raun verið með þeim hætti sem kynnt var af hálfu kaupenda eignarhlutans,“ segir Tryggvi í bréfinu.

Þannig hafi komið fram fyrirspurnir um málið á Alþingi auk þess sem Ríkisendurskoðun hefur gert athuganir á málinu. Í bréfinu varpar Tryggvi boltanum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og segist reiðubúinn að aðstoða Alþingi við rannsókn málsins, ef vilji þingsins stendur til þess.

Nánar má lesa um málið á vef Eyjunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis