fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hildur ætlaði að gefa 2 ára syni sínum sætindi: Stórhættulegur aðskotahlutur leyndist í kókoskúlunni

„Mistök eru til þess að læra af þeim“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 24. maí 2016 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alveg á hreinu að þetta hefði getað farið miklu verr, það hefði getað verið ég eða einhver annar sem hefði borðað batteríið,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir en hún lenti í óskemmtilegu reynslu fyrr í mánuðinum þegar hún keypti kókoskúlu í bakaríi í Hafnafirði handa tveggja ára syni sínum en kom þá í ljós að í kúlunni leyndist hnapprafhlaða. Hildur er ósátt við viðbrögð eiganda bakarísins við málinu en vill þó fyrst og fremst vekja athygli á frásögninni í því skyni að hún geti orðið öðrum víti til varnaðar.

Í samtali við DV.is segir Hildur að það hafi verið mikil heppni að hafi séð aðskotahlutinn áður en hún gaf syni sínum kókoskúluna þar sem þau voru í bílnum á leiðinni frá umræddu bakaríi. Hafði hún í framhaldinu samband við eiganda bakarísins. „Hann sagðist halda að þetta væri batterí sem er sett í takkann sem er ýtt á til að skipta um númer, eða þá að batteríið hefði einhvern veginn lent ofan í fötu sem afgangar eru settir í, semsagt afgangar sem eru notaðir í kókoskúlurna,“ segir hún.

Hildur kveðst jafnframt hafa tilkynnt um atvikið til Heilbrigðiseftirlitsins. Hún segir viðbrögð eigandans sjálfs ekki ásættanleg, en hann hafi boðið henni gjafabréf í sárabætur og jafnframt tjáð henni að „sjálfur fengi hann oft hár í matinn en ekki hefði ekki fengið neitt í staðinn.“

Fram kom í grein Morgunblaðsins í fyrra að rafhlöður af þessu tagi megi finna í fjar­stýr­ing­um og raf­tækj­um, sem og leik­tækj­um fyr­ir eldri börn en börn und­ir þriggja ára aldri eru þó í mestri hættu að lenda í slys­um vegna þeirra. Samkvæmt Her­dísi L. Storga­ard, fram­kvæmda­stjóra Miðstöðvar slysa­varna barna eru rafhlöðurnar eitt það hættu­leg­asta sem finnst á heim­il­inu þegar kem­ur að eit­ur­efn­um, ásamt þvotta­efni fyr­ir uppþvotta­vél­ar.

Nokk­ur dauðsföll hafa orðið hjá börnum annars staðar í heiminum á síðustu árum vegna rafhlaðanna en í hættulegustu dæmunum getur raf­hlaðan fest­ sig í vélinda eða maga barns þannig að bruna­sár myndast og komið getur gat á viðkomandi líffæri með skelfilegum afleiðingum.

„Þetta er náttúrulega mistök og mistök eru til þess að læra af þeim,“ segir Hildur jafnframt en hún tjáði sig um atvikið á Facebook síðu sinni á sögunum auk þess sem móðir hennar, Katrín Sveinsdóttir birti færslu um atvikið fyrr í dag.

Hildur starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild og er því vel kunnug um þær hættur sem fylgja rafhlöðum, og þá sérstaklega hnapprafhlöðum. Þær hafa á seinustu árum eru orðið æ algengari á heimilum, og eru stórhættulegar börnum. Hildur bætir við að með færslu sinni hafi hún fyrst og fremst viljað vekja fólk til umhugsunar og hvetja einstaklinga til að vera á varðbergi. En ljóst er að þarna hefði getað farið mjög illa.

„Ef þetta gerist í einu bakaríi, að þessi batterí eru á stað þar sem þau komast í mat, þá getur það alveg eins gerst í öðrum bakaríum, það er alveg á hreinu,“ segir hún en hún kveðst vonast til þess að Heilbrigðiseftirlitið grípi í málið og komið verði í veg fyrir fleiri slys af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala