fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Björn Þorláksson býður sig fram til Alþingis

Býður sig fram fyrir hönd Pírata í Norðausturkjördæmi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. maí 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Þorláksson, fyrrverandi fréttastjóri á Hringbraut, hefur tilkynnt framboð til Alþingis fyrir hönd Pírata í Norðausturkjördæmi. Björn greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í dag.

Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segir hann of fáa gæta hagsmuna almennings frá degi til dags á Alþingi. Að hans sögn hefur hann sambönd og tengsl víða en telur sig óháðan valdaklíkum. Hann segist ætla sér að vera maður fólksins.

„Spilltum ráðamönnum hefur heppnast að hanga á sínu með frumstæðum mótþróa, víggirtir af bjöguðum upplýsingum þar sem peningar eru nýttir til að misbeita fjölmiðlum,“ segir hann enn fremur í tilkynningunni. Að sögn Björns dettur honum ekki í hug að lofa kraftaverkum, fái hann umboð til þingstarfa í þágu almennings.

Björn segir þingframboðið ekki aðeins hafa verið ákvörðun sína og eiginkonu sinnar, heldur hafi ýmsir einstaklingar haft samband við hann og hvatt hann til framboðs.

Hægt er að lesa yfirlýsingu Björns í heild sinni hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”