fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þórhildur: „Mynd­um 100 prósent stunda meira kyn­líf ef það væri ekki fyr­ir sím­ana“

Síminn skyggir á athyglina

Kristín Clausen
Mánudaginn 23. maí 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjallsímar hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti, samveru og samlíf í parasamböndum. Síminn á það til að skyggja á athyglina sem pörin veita hvort öðru og algengt er að tímanum sé fremur varið í símanum heldur en í almenn samskipti.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í loka­verk­efni Þór­hild­ar Stef­áns­dótt­ur til BA-gráðu í fé­lags- og fjöl­miðla­fræði.
Tit­ill rit­gerðar­inn­ar er: „Ég nenni ekki að vera í ein­hverri keppni um at­hygli við sím­ann hans,“ en all­ir sem Þór­hild­ur tók viðtal við töluðu um skort á at­hygli þegar snjallsím­inn var ann­ars veg­ar, og hversu erfitt það get­ur verið að ná sam­bandi við maka og þau sjálf, þegar sím­inn er uppi við.

Festist í símanum

„Þetta kom mjög mikið á óvart að mörgu leyti en áhug­inn kom auðvitað líka því mig grunaði að þetta væri svona. En niður­stöðurn­ar sýndu í raun eig­in­lega bara nei­kvæð áhrif,“ seg­ir Þór­hild­ur í sam­tali við mbl.is.
Verkefnið byggir á viðtölum Þórhildar við fimm einstaklinga á aldrinum 20 til 25 ára sem eiga eiga það sameiginlegt að vera í ástarsambandi og að eiga snjallsíma.

Einn viðmæl­andi sem játaði að hún og kær­asti henn­ar eyddu tölu­verðum tíma í sím­an­um í rúm­inu sagði notk­un­ina hafa aug­ljós áhrif á sam­lífið. „Við mynd­um 100% stunda meira kyn­líf ef það væri ekki fyr­ir sím­ana, al­veg 100%,“ sagði hún. „Mann lang­ar og hefði gert það ef sím­inn væri ekki en maður ein­hvern veg­inn bara fest­ist í sím­an­um og já, sorg­legt en satt.“

Þetta er orðið sjúkt

Einn af viðmæl­end­un­um Þórhildar var mjög meðvitaður um stöðu sína og kær­asta síns gagn­vart snjallsím­an­um. Þegar viðtalið við hana var tekið voru hún og kær­asti henn­ar hætt að sofa með snjallsím­ann í svefn­her­berg­inu og höfðu góða reynslu af því. Áreitið hafði truflað þau og nánd­in án sím­ans varð meiri.

„Ég held að maður ætti miklu meira af gæðastund­um með bara mak­an­um sín­um, vin­um og fjöl­skyldu ef það væri ekki svona ótrú­lega mik­il snjallsíma­notk­un þannig já ég gæti al­veg hugsað mér það,“ svaraði einn viðmæl­anda, spurður hvort hann gæti hugsað sér að lifa án snjallsím­ans. Aðrir tóku í sama streng. „Þetta er orðið sjúkt, fólk fatt­ar ekki og nýt­ur ekki „mó­ments­ins“ og lífs­ins út af ein­hverj­um sím­um. Mjög marg­ir, en ekki all­ir, sem eiga síma og sam­fé­lags­miðla gera það og eru að missa af svo miklu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk