fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð fagnar þriggja ára afmæli: „Ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð fagnar þriggja ára afmæli: „Gjörbreyst til hins betra“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar í dag þriggja ára afmæli ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sigmundur segir að á þessum tíma hafi náðst meiri árangur en nokkur hafi gert ráð fyrir. Sá árangur hafi ekki verið átakalaus.

Sigmundur Davíð segir á Facebook-síðu sinni:

„Hér fylgja nokkur dæmi í tilefni dagsins:

-Skuldastaða heimilanna hefur gjörbreyst til hins betra. Hún er nú sú besta á Norðurlöndum. Skuldir heimilanna hafi ekki verið lægri síðan 1999, m.v. landsframleiðslu, og mikið hefur dregið úr vanskilum.

-Kaupmáttur launafólks hefur aukist hraðar en dæmi eru um eða um nærri 24% á þessum þremur árum. Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri.

-Þrátt fyrir miklar launahækkanir hefur ríkt lengsti verðlagsstöðugleiki í tugi ára. (1,8% verðbólga á ári sl. þrjú ár að meðaltali sem er einstakt í íslenskri hagsögu).

-Störfum hefur fjölgað um 16.000.

-Atvinnuleysi er orðið hið minnsta í Evrópu og hagvöxtur líklega sá mesti.

-Tekjujöfnuður hefur aukist og hlutfall fátæktar lækkað.

-Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 30 milljarða. Árleg framlög til málaflokksins eru nú rúmlega 30% hærri en þau voru árið 2013.

-Staða ríkissjóðs hefur stórbatnað vegna vel heppnaðrar áætlunar um losun hafta og stöðugleikaframlög og erlend staða þjóðarbúsins er sú besta í a.m.k. hálfa öld.

Ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér og stór verkefni bíða enn úrlausnar en ef planinu verður fylgt getur árangur þessara þriggja ára orðið grunnur að áframhaldandi framförum fyrir alla og því að gera íslenskt samfélag betra en nokkru sinni fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu