fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Arnaldur Máni nýr ritstjóri Austurlands

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnaldur Máni Finnsson, fréttamaður RÚV – Austurlandi og guðfræðingur er nýr ritstjóri Austurlands, landshlutablaðs Vefpressunnar og tekur við blaðinu um næstu mánaðarmót af Sigurði Ingólfssyni sem snúið hefur sér að öðrum verkefnum.

Arnaldur hefur viðamikla reynslu af atvinnulífi til sjávar og sveita, rekur Okkar eigin höfundasmiðjur og hefur starfað sem verkefnastjóri ýmissa menningarverkefna. Hann býr á Egilsstöðum ásamt maka sínum, Körnu Sigurðardóttur og á tvo syni.

Arnaldur mun leggja áherslu á breið efnistök í blaðinu og vonast eftir góðu samstarfi við Austfirðinga um að gera Austurland að enn víðlesnara blaði og öflugum vettvangi umfjöllunar um menningu og mannlíf. Fyrsta tölublað hans verður tileinkað sjómönnum og Sjómannadeginum. Af þessu tilefni verður útlit blaðsins og efnistök tekið til endurskoðunar. Arnaldur hefur áður starfað hjá BB á Ísafirði, ritstýrt Orðinu og skrifað fyrir ýmsa netmiðla og tímarit.

Útgáfusvæði Austurlands nær sunnan frá Höfn í Hornafirði norður til Vopnafjarðar og er blaðinu dreift í öll hús á þessu svæði. Hægt er að senda efni og ábendingar til nýs ritstjóra á austurland@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“