fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Óhugnanlegt atvik í dýragarði í Chile: Foreldrarnir héldu fyrir augu barnanna svo þau sæju ekki atvikið

Henti sér fyrir ljónin í orðsins fyllstu merkingu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllilegur atburður átti sér í dýragarðinum í Santiago í Chile í gær þegar karlmaður, sem talinn er hafa ætlað að fremja sjálfsvíg, henti sér fyrir ljónin í dýragarðinum í orðsins fyllstu merkingu.

Maðurinn, sem sagður er um tvítugt, hafði klætt sig úr fötunum áður en hann fór yfir girðingu sem aðskilur gesti dýragarðsins frá ljónunum. Ekki leið á löngu þar til ljónin, sem voru tvö, réðust á manninn og veittu honum alvarlega áverka. Starfsmenn dýragarðsins voru fljótir að bregðast við og sáu þann kost einan í stöðunni að skjóta ljónin sem drápust í kjölfarið.

Maðurinn, sem sagður er heita Franco Luis Ferrada Roman, var fluttur á sjúkrahús og mun ástand hans vera alvarlegt.

Öðrum gestum dýragarðsins var verulega brugðið þegar þau sáu atvikið.

Framkvæmdastjóri umrædds dýragarðs, Alejandra Motalva, segist telja að maðurinn hafi borgað sig inn eins og aðrir gestir. „Svo fór hann inn á svæði sem er bannað almenningi,“ segir Alejandra en þaðan komst maðurinn upp á þak áður en hann stökk niður á svæðið sem ljónin hafa til nota.

Vitni að atvikinu, Cynthia Vasquez, sagði við útvarpsstöðina Bio Bio í Chile að öryggisverðir í dýragarðinum hafi verið seinir að bregðast við. Þannig hafi nokkur tími liðið frá því að maðurinn stökk í bæli ljónanna þar til þau réðust á hann.

Þá segja vitni að hann hafi hrópað og kallað á Jesú áður en ljónin réðust á hann. „Það voru margir öskrandi og mörg börn voru þarna með foreldrum sínum. Þeir reyndu hvað þeir gátu að halda fyrir augun á þeim.“

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Athygli er vakin á því að það kann að vekja óhug hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu