fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Leiðtogi Talibana veginn: Bandaríkjamenn sprengdu bílinn í loft upp

Mullah Akhtar Mansour er allur

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afganir hafa staðfest að leiðtogi Talibana þar í landi, Mullah Akhtar Mansour, hafi verið drepinn í gær. Myndir hafa verið birtar af bílnum sem Mullah var í þegar Bandaríkjamenn gerðu sprengjuárás með dróna á hann. Tveir voru í bifreiðinni og var Mullah annar þeirra.

Árásin var gerð í suðvesturhluta Pakistan skammt frá landamærum Afganistans í gær. Talibanar hafa staðfest að Mullah hafi látist í árásinni.

Abdullah Abdullah, leiðtogi Afgana, sagði að dauði Mansour myndi hafa jákvæð áhrif á friðarumleitanir í landinu. Sagði hann að Mansour hafi staðið í vegi fyrir því að friður kæmist á í landinu.

Mansour varð leiðtogi Talibana á síðasta ária eftir dauða Mullah Omar. Sagði Abdullah að frá þeim degi er Mansour varð leiðtogi hafi vonin um frið verið úti og Mansour meðal annars beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Mjanmar þessa dagana og sagði hann, eftir að tilkynnt var um dauða Mansour, að óbreyttum borgurum í Afganistan hafi staðið ógn af honum. „Friður er það sem við viljum. Hann stóð í vegi fyrir honum,“ sagði Kerry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu