fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Því miður virðist ekki ætla að verða af komu hlýs lofts í vikunni“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. maí 2016 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður virðist ekki ætla að verða af komu hlýs lofts í vikunni, því norðanáttin virðist ætla að vera allsráðandi alveg fram á laugardag,“ segir á vef Veðurstofu Íslands um veðrið í vikunni næstu daga.

Nú er sauðburður ýmist hafinn eða að hefjast og því margir sem vonast eftir því að mildara loft fari að leika um landið. Einhver bið verður þó á því. „Enn er til að mynda þónokkur snjór um landið norðaustanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

„Í dag er spáð norðan 5-13 m/s. Nú í morgunsárið er úrkoma austanlands og er hitastigið þannig að ýmist er um að ræða rigningu, slyddu eða snjókomu. Þetta úrkomubelti færist smám saman vestur á bóginn þegar kemur fram á daginn, yfir Norðurland og síðar Vestfirði. Á sunnanverðu landinu verður þurrt að kalla í dag og eitthvað sést til sólar.
Á morgun bætir í vindinn og verður hann allhvass í norðvestur fjórðungnum og með fylgir slydda eða snjókoma. Ekki er víst að ferðalög um fjallvegi gangi klakklaust fyrir sig á þessum slóðum. Sunnan- og austantil á landinu verður skárra veður, heldur hægari vindur og lítil eða engin úrkoma,“ segir enn fremur. Hér að neðan má sjá spá næstu daga.

Á þriðjudag:
Norðvestan og vestan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars rigning, slydda eða snjókoma, einkum norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðvestanlands, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Norðan 5-15, hvassast norðvestanlands. Slydda eða rigning með köflum og hiti 0 til 4 stig, en bjart syðra og hiti 4 til 9 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin norðan- og norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en stöku él á norðausturhorninu framan af degi. Hiti 2 til 9 stig, mildast sunnan heiða.

Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti víða 3 til 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“