fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Þið eruð að óhlýðnast fyrirmælum og það er hægt að kæra ykkur fyrir það“

Lögregla notaði slökkvitæki til að slökkva í útigrilli við heimili Bjarna Benediktssonar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. maí 2016 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan mætti að heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eftir að fámennur hópur mótmælenda tók sér stöðu fyrir aftan heimili hans í gærkvöldi. Eins og meðylgjandi myndband ber með sér notaði lögregla slökkvitæki til að slökkva eld sem kveiktur hafði verið í einnota kolagrilli.

Lögreglan var fljót að slökkva í grillinu.
Slökkvitækið notað Lögreglan var fljót að slökkva í grillinu.

Talið er að um tíu manns hafi mætt fyrir utan heimili Bjarna, en mótmælin voru boðuð með margra daga fyrirvara og vöktu hörð viðbrögð. Voru skipuleggjendur mótmælanna, grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir, gagnrýndir harðlega og á það bent að heimili ráðamanna ættu að njóta friðhelgi.

Lögreglan var sem fyrr segir á svæðinu, meðal annars til að tryggja Bjarna og fjölskyldu hans frið á heimili þeirra.

Í tilkynningu sem Beinar aðgerðir sendu frá sér í gærkvöldi kemur fram að lögreglan hafi þegar verið mætt þegar mótmælendur komu á svæðið. Tveir lögreglubílar hefðu verið við Bakkaflöt og eitt lögregluhjól verið Hafnarfjarðarmegin, við hraunið, þegar mótmælendur mættu. Samkoman hefði verið lágstemmd og róleg allan tímann.

„Meðfylgjandi myndband og myndefni sýnir vel stemninguna á meðal meðmælendanna og harkaleg viðbrögð lögreglu við friðsamlegri og fjölskylduvænni samkomu,“ segir í tilkynningunni sem birtist á Facebook-síðu Beinna aðgerða í gærkvöldi, en með henni fylgdi tengill á myndband af því þegar lögregla notaði slökkvitæki til að slökkva í grilli sem mótmælendur höfðu kveikt upp í. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

„Þið eruð að óhlýðnast fyrirmælum og það er hægt að kæra ykkur fyrir það,“ segir lögreglumaðurinn sem notaði slökkvitækið. Hann sést stjaka við tveimur mótmælendum áður en hann slekkur í grillinu. „Þið eruð búnir að eyðileggja túnið,“ segir einn mótmælendanna í kjölfarið. Sem fyrr segir voru um tíu mótmælendur á svæðinu í gærkvöldi, en hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og mynduð verði utanþingsstjórn. Þá verði boðað til kosninga eigi síðar en 10. september næstkomandi.

Talið er að um tíu manns hafi mótmælt við heimili Bjarna í gærkvöldi.
Mótmælt Talið er að um tíu manns hafi mótmælt við heimili Bjarna í gærkvöldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”