fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Blóðslettur hér og þar í húsinu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. maí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á Hótel Stracta á Hellu uppúr klukkan fimm í gærmorgun. Þar hafði gestur slegið annan gest í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á augabrún. Árásarþolinn vísaði lögreglu á árásarmanninn og er málið í rannsókn.

Eitt af þeim verkefnum sem rötuðu inn á borð lögreglu á tímabilinu frá 22. apríl síðastliðinn til 26. apríl var innbrot í sumarhús á Stokkseyri en þaðan var stolið 32” flatskjá.

Innbrotsþjófurinn hafði brotið rúðu með því að kasta blómakeri í hana. Blóðslettur voru hér og þar í húsinu sem bendir til að þjófurinn hafi skorist við að fara inn um gluggann.

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi en verkefni embættisins voru fjölmörg vikuna 26. apríl til 2. maí. Voru í heild 254 brot og verkefni skráð hjá lögreglunni í síðustu viku á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“