fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan kölluð að húsi Bjarna Ben

Mótmælt við hús fjármálaráðherra

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var kölluð að húsi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra nú í kvöld. Þar mótmælti lítill hópur fólks. Stóð það á bak við hús Bjarna og fjölskyldu. Frá þessu greinir mbl.

Frægt var þegar boðað var til mótmæla á Facebook og skorað á fólk að mæta fyrir utan hús ráðherrans. Brugðust margir illa við og fannst of langt gengið. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði til að mynda:

„Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“

Grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir boðaði til mótmæla (meðmæla) við heimili Bjarna Benediktssonar klukkan 19 að kvöldi 1. maí. Yfirskrift mótmælanna var Grillum á kvöldin – sækjum þau heim. Á Facebook síðu hópsins sagði:

,,Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna!“

Í kvöld mættu um tíu manns við hús Bjarna. Var lögreglan kölluð á staðinn til að tryggja öryggi Bjarna og fjölskyldu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi