fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar sligast af álaginu: Stór hópur Íslendinga frestar að leita sér læknisaðstoðar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld eru á rangri braut með áformum um aukna einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og aukinni kostnaðarþátttöku stórs hluta sjúklinga. Þetta sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ræðu sinni á 1. maí í Hafnarfirði í dag.

Elín sagði í ræðu sinni að heilbrigðiskerfið og heilsugæslan byggi við fjársvelti. Það þyrfti að laga.

„Ný rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga gefur sterkar vísbendingar um að gjaldtakan í heilbrigðiskerfinu hefti aðgengi tiltekinna hópa að þjónustunni. Niðurstöður hans sýna að of stór hópur Íslendinga frestar því að leita sér læknisaðstoðar, jafnvel þótt hann telji sig þurfa á slíkri þjónustu að halda. Stöðugt fleiri nefna kostnað sem ástæðu þess að þeir leita ekki til læknis. Við slíkt ástand verður ekki unað.“

Enginn að biðja um aukna einkavæðingu

Hún benti á að stjórnvöld hafi nú kynnt tvennar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Annars vegar þak á greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu, sem hún segir að óbreyttu muni kalla á stóraukna gjaldtöku af stórum hluta þjóðarinnar. Hins vegar ræddi hún um þá ákvörðun stjórnvalda að þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verði einkareknar.

„Ég hef ekki orðið vör við að fólkið í landinu sé að biðja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og því síður að það óski eftir að greiða meira fyrir læknisþjónustuna […] Gjaldfrjáls aðgangur allra að grunnþjónustunni verður að vera tryggður og það er eitt mikilvægasta verkefni framtíðarinnar að sjá til þess að svo verði.“

Óásættanlegt að nota skattaskjól

Elín gagnrýndi harðlega þá sem fela eigur sínar í skattaskjólum, og sagði að megin tilgangurinn með því væri að fela eignarhald og komast hjá því að greiða skatta. Segir hún að fréttir síðustu daga séu ekki til þess fallnar að auka traust á ráðamönnum.

„Við sættum okkur ekki við að þeir sem mest hafa geti ráðið því sjálfir hvort þeir ætla að greiða skatta til velferðarsamfélagsins, með okkur hinum, eða fela fjármuni sína í skattaskjólum á sólríkum Suðurhafseyjum.“.

Foreldrar sligast af álaginu

Elín fór í ræðu sinni yfir áherslur BSRB um fjölskylduvænna samfélag.
„Krafan felur í sér bætt fæðingarorlofskerfi og samfellu í dagvistun barna að loknu fæðingarorlofi, styttingu vinnuvikunnar og aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði miðað við þarfir einstaklinganna og síðast en ekki síst er krafan að fjölskyldur búi við öryggi í húsnæðismálum. Fjölmargar rannsóknir sýna að íslenskir foreldrar eru að sligast undan álaginu af samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og því er þörf á breytingum.“

Hún benti á að íslenskir foreldrar hafi mun lakari réttindi í fæðingarorlofi en foreldrar á Norðurlöndunum, auk þess sem heildstæða stefnu um dagvistun að loknu fæðingarorlofi skorti. Hún nefndi einnig þá kröfu að fjölskyldur geti búið við öryggi í húsnæðismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband