fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fær sömu hækkun og hæstaréttardómarar

Grunnlaun ríkissaksóknara hækka um 26% en yfirvinnueiningum fækkar talsvert

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnlaun Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara voru hækkuð um ríflega 26 prósent, eða um 270 þúsund krónur á mánuði, með úrskurði kjararáðs frá því í janúar síðastliðnum. Ástæða hækkunarinnar er sú að lögum samkvæmt skal ríkissaksóknari njóta sömu kjara og hæstaréttardómarar. Í lok síðasta árs voru laun dómara, þar með hæstaréttardómara, hækkuð frá og með 1. janúar síðastliðnum. Í lok janúar kom kjararáð saman til fundar og úrskurðaði um breytingar á launum ríkissaksóknara í samræmi við hækkunina sem hæstaréttardómarar höfðu fengið. Úrskurður kjararáðs birtist á vefsíðu þess á dögunum.

Einingar hífðu upp launin

Þrátt fyrir að ríkissaksóknari fari upp um sjö grunnlaunaflokka í launatöflu kjararáðs með ákvörðuninni þá hækka heildarlaun Sigríðar J. þó aðeins um rúmar 47 þúsund krónur. Ástæðan er sú að fyrir breytinguna var hún með mun fleiri yfirvinnueiningar greiddar sem hífðu grunnlaun hennar umtalsvert upp.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu kjararáðs voru mánaðarlaun ríkissaksóknara fyrir samkvæmt launaflokki 140, eða 1.021.420 krónur á mánuði. Ofan á það lögðust síðan 73 yfirvinnueiningar sem námu 652.182 krónum. Heildarlaun saksóknara voru því 1.673.602 krónur á mánuði fyrir úrskurðinn.

Eftir breytingarnar nú fær ríkissaksóknari hins vegar laun samkvæmt launaflokki 147, eða 1.292.529 krónur á mánuði. Því til viðbótar leggjast nú aðeins 48 yfirvinnueiningar ofan á grunnlaunin, eða 428.832 krónur. Heildarlaun saksóknara eftir ákvörðun kjararáðs eru því 1.721.361 króna. Hækkun heildarlauna nemur því aðeins 2,8 prósentum, eða 47.759 krónum.

Yfirvinnan of stór hluti launa

Athygli vekur að fyrir breytingarnar nú var hlutfall grunnlauna ríkissaksóknara aðeins 61 prósent af heildarlaunum. Eftir breytingarnar er hlutfall grunnlauna 75 prósent af heildarlaunum. Sú staðreynd að dómarar, og þar af leiðandi ríkissaksóknari, voru að fá umtalsvert hlutfall launa sinna í tímabundnum álagsgreiðslum, var meðal þess sem formaður Dómarafélags Íslands benti á þegar hann svaraði fréttaflutningi Fréttablaðsins af launahækkunum dómara þegar blaðið greindi frá ákvörðun kjararáðs í launamálum þeirra í lok desember síðastliðinn.

Blaðið hafði greint frá því að laun dómara hefðu hækkað um tugi prósenta en benti Skúli Magnússon, formaður Dómarafélagsins, á að í ljósi þess að þau samanstóðu að verulegu leyti af yfirvinnugreiðslum næmi hækkun heildarlauna dómara aðeins um sjö til átta prósentum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala