fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Skuggahliðar Norður-Kóreu: Handvelja barnungar stúlkar sem eiga að þjóna körlum sem tilheyra elítunni

Verða að vera hreinar meyjar – Látnar undirgangast stranga þjálfun

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 30. apríl 2016 21:00

Verða að vera hreinar meyjar - Látnar undirgangast stranga þjálfun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlkur allt niður í þrettán ára gamlar eru handvaldar til að þjóna körlum sem tilheyra elítu Norður-Kóreu. Sjúkrasaga stúlknanna er skoðuð gaumgæfilega, meðal annars í þeim tilgangi að kanna hvort þær séu hreinar meyjar.

Þetta kemur fram í umfjöllun ástralska vefmiðilsins News.com.au sem meðal annars vísar í fréttir suðurkóreska dagblaðsins Chosun Ilbo

Þjóna elítunni

Stúlkurnar sem um ræðir eru oftar en ekki valdar af hermönnum sem stundum koma auga á þær í skólastofum landsins. Hlutverk þessara stúlkna er svo að þjóna elítu landsins, mönnum í æðstu valdastöðum, áður en þær eru giftar til hershöfðingja eða annarra valdamikilla manna sem skortir kvonfang. Stúlkurnar tilheyra hópi sem kallaður er Gippeumjo, sem væri hægt að þýða á íslensku sem Ánægjuhópurinn eða Nautnahópurinn.

Fullyrt er að stúlkurnar þurfi að vera lægri en 165 sentímetrar.
Handvaldar Fullyrt er að stúlkurnar þurfi að vera lægri en 165 sentímetrar.

News.com.au vísar meðal annars í einstaklinga sem hafa flúið frá Norður-Kóreu í umfjöllun sinni. Allir lýsa hópnum á sama veg. Um sé að ræða hátt í tvö þúsund norðurkóreskar stúlkur sem skipt er í þrjá undirhópa; stúlkur í einum hópnum eigi að veita kynlífsþjónustu, stúlkur í öðrum hópnum eigi að veita nudd og stúlkur sem tilheyra þriðja hópnum eigi að syngja og dansa, oftar en ekki klæðlausar eða klæðlitlar.

Fá ekki að hafa samband við ástvini

Í umfjöllun ástralska vefmiðilsins segir að leyndarhjúpur sé utan um hópinn og fjölskyldur stúlknanna fái ekkert að vita um afdrif þeirra að öðru leyti en því að þær eigi að taka þátt í verkefnum á vegum yfirvalda í Norður-Kóreu. Stúlkurnar fái ekki að hafa samband við ættingja sína eða vini.

Þessi hefði virðist hafa verið lengi við lýði í Norður-Kóreu, en suðurkóreska dagblaðið Chosun Ilbo greindi frá því fyrir skemmstu að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, væri nú að leita að nýjum stúlkum í hópinn.

Mega ekki bera ör

Mi-Hyang flúði frá Norður-Kóreu upp úr aldamótum og sagði hún í viðtali við tímaritið Marie Claire árið 2010 að hún hafi tilheyrt hópnum á sínum tíma í valdatíð Kim Jong-il. Í viðtalinu sagðist hún hafa verið fimmtán ára þegar hún var numin á brott af tveimur hermönnum meðan hún sat í skólastofunni í skóla sínum. Hún segir að hermennirnir hafi spurt hana hvort hún hefði stundað kynlíf og spurt hana út í fjölskylduhagi sína. Því næst átti hún að þjóna Kim Jong-il.

Mynd: Mynd Reuters

Hún sagði í viðtalinu að ströng skilyrði væru sett fyrir inngöngu í hópinn. Stúlkurnar yrðu að vera lægri en 165 sentímetrar og þá máttu þær ekki bera ör á líkama sínum. Algjört skilyrði væri að hafa aldrei stundað kynlíf. Því næst hafi strangar æfingar tekið við, sumar stúlkur hafi verið sendar til Hong Kong í Kína þar sem þær lærðu nudd á meðan aðrar voru látnar læra að syngja og dansa. Tekið er fram í grein News.com.au að einhverjir hafi efast um frásögn Mi-Hyang en á það er bent að aðrir sem hafa flúið landið hafi svipaða sögu að segja.

Í ævisögu sinni sem kom út árið 2015 lýsti Jang Jin-Sung því hvernig aðlaðandi stúlkur í Norður-Kóreu voru teknar frá fjölskyldum sínum til að starfa fyrir elítu landsins. Í bókinni, sem heitir Dear Leader: Poet, Spy, Escapee – A Look Inside North Korea, sagði Jang frá því hvernig stúlkurnar voru látnar þjóna embættismönnum sem voru nátengdir valdamestu mönnum Norður-Kóreu. Þær hefðu verið látnar undirgangast ströng próf og aðeins þær allra hæfustu fengið að halda áfram.

Giftast svo hátt settum aðilum

Fleiri sem flúið hafa Norður-Kóreu hafa sagt frá þessari iðkun æðstu valdamanna Norður-Kóreu. Einn þeirra er Lee Il-Nam, sem var tengdur Kim Jong-un fjölskylduböndum, sagði frá tilvist hópsins í sjálfsævisögu sinni áður en hann var myrtur árið 1997. Hann sagði að stúlkurnar þjónuðu valdamiklum mönnum. Eftir að hafa þjónað í um tíu ár væri vaninn sá að stúlkurnar létu af störfum og giftust hátt settum aðilum. Eftir dauða Kim Jong-il árið 2011 er fullyrt að hópurinn hafi verið leystur upp og stúlkurnar fengið að fara heim til sín. Stúlkurnar hafi fengið veglegar greiðslur fyrir að tjá sig ekki um það sem fram fór, ella yrðu þær teknar af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“