fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kona með Downs heilkenni giftist sjálfri sér við hátíðlega athöfn

Langþráður draumur að ganga upp að altarinu í hvítum kjól

Auður Ösp
Laugardaginn 30. apríl 2016 18:00

Langþráður draumur að ganga upp að altarinu í hvítum kjól

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 44 ára gamla Mette Skov hafði í mörg ár átt sér þann draum að ganga upp að altarinu í Nødebo kirkju í hvítum kjól. Gallinn var bara sá að draumaprinsinn var hvergi innan seilingar. Mette tók því til sinna ráða og síðastliðinn fimmtudag gekk hún að eiga sjálfa sig.

Mette fæddist með Downs heilkenni en í samtali við TV2 í Danmörku sagði systir hennar, Ditte Skov að Mette hefði ætíð þráð að gifta sig í stórum og miklum kjól, í glerskóm og með gullhringa en hingað til hefðu ástarsambönd hennar verið frekar stopul.

Draumur Mette snerist þó ekki beint um að finna brúðguma, heldur þráði hún fyrst og fremst að geta verið prinsessa í einn dag. Úr varð að iðjuþjálfi hennar og presturinn í Nødebo kirkju komu því í kring að Mette fengi draum sinn uppfylltan.

„Þetta var dásamlegt,“ sagði Rikke Skov, hin systir Mette í samtali við TV2 og bætti við að systir hennar hefði „ljómað eins og sólin“ á meðan brúðkaupsgestirnir hafi tárast, en jafnframt hafi þeir brosað út að eyrum. Presturinn lagði blessun sína yfir Mette í athöfn sem svipaði til hefðbundins brúðkaups.

„Ég hreinlega man ekki hvenær ég sá hana síðast jafn káta og hamingjusama,“ sagði systirin Ditte Skov jafnframt en draumadagur Mette hefði varla getað endað á betri hátt þar sem slegið var upp heljarinnar kökuveislu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu