fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Helgi Hrafn neytti fíkniefna en er hættur því í dag

Helgi Hrafn vill að neysla á fíkniefnum verði gerð lögleg

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að neysla á fíkniefnum eigi ekki að vera refsiverð. Annað gildi þó um sölu, dreifingu og framleiðslu. Helgi hefur sjálfur neytt fíkniefna en gerir það ekki lengur. Hann ræðir meðal annars þetta í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag.

Helgi segir að vímuefnaneysla og fíkn sé heilbrigðismál, en ekki lögreglumál. „Og nota bene, ef þú skoðar áhrif áfengis og berð saman við áhrif annarra vímuefna á sama við. Það veldur líkamlegum og andlegum kvillum, fíkn, ofbeldi, geðveiki, heimsku og dauða,“ segir hann og bætir við að ekkert við áfengi geri það að minna vímuefni en þau sem eru ólögleg. Það hafi þó annað hlutverk og sögu í okkar samfélagi.

„Sérstaklega eftir að kannabis og LSD fóru að verða vinsæl á síðustu öld brást samfélagið við með óðagoti og stríðshugarfari. Það var beinlínis kallað dópstríðið. Maður gantast stundum með það að dópstríðinu sé lokið og dópið vann. Tilfellið er það að maður segir ekki fullorðnu fólki og unglingum upp að vissu marki hvað það má gera við sinn skrokk,“ segir Helgi meðal annars.

Hann bætir við að hvað sem verður og hvort sem okkur líkar betur eða verr muni fólk halda áfram að nota fíkniefni, bæði skynsamlega og óskynsamlega.

„Það þýðir ekkert að nálgast það með stríðsmentalíteti. Þá spyrjum við okkur hvað við ætlum að gera því vímuefni geta valdið miklum erfiðleikum eins og frægt er orðið. Það á að nálgast þetta sem heilbrigðisvandamál. Ég er ekki að tala um sölu, dreifingu og framleiðslu. Það er annar pakki. En neyslan sem slík á ekki að vera refsiverð að okkar mati. Í því felst engin vörn fyrir vímuefni,“ segir hann.

Þegar Helgi er spurður hvort hann hafi notað ólögleg vímefni segir Helgi: „Já.“ Aðspurður hvort það hafi verið vesen, segir hann: „Eftir á að hyggja, já.“ Og þegar hann er spurður hvort um hafi verið að ræða kannabis og hvort hann sé hættur því í dag, segir hann: „Já.“

Hér má lesa viðtalið í Fréttablaðinu í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala