fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Halldór Auðar: Tilefni til naflaskoðunar – Erna hætt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, steig til hliðar í gær á formlegum fundi framkvæmdaráðs Pírata. Helsta ástæðan var ágreiningur og að ekki hafði tekist að ráða framkvæmdastjóra í „ört stækkandi flokki með óteljandi skoðanir.“

Erna hefur verið nokkuð umdeild og lent nokkrum sinnum saman við Birgittu Jónsdóttur alþingismann. Líkt og kemur fram á Eyjunni lá hún undir ámæli eftir viðtal í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Sagði Erna að mörkuð stefna Pírata um að næsta þing ætti að standa stutt og þar ætti fyrst og fremst að ganga í breytingar á stjórnarskrá væri ekki óumbreytanleg. Eftir þann þátt sagði Birgitta:

„Hún fer með formennsku í framkvæmdaráði sem hefur nákvæmlega ekki neitt pólitískt vægi, sér um að framkvæma hluti og halda félagsheimili Pírata þrifalegu og að borga leigu, tryggja aðstöðu fyrir grasrótina.“

Erna svaraði því eftirfarandi:

„Ég er ekki minna talsmaður flokksins en þú, þegar kemur að stefnumálum. Framkvæmdaráð hefur ekki heimild til að búa til stefnur, en það hefur þingflokkurinn ekki heldur. Félagsmenn hafa það í lýðræðislegu ferli innan flokksins.“

Erna hefur nú ákveðið að stíga til hliðar og líkt og greint er frá hér að ofan spilaði stórt hlutverk að ekki hafði tekist að ráða framkvæmdastjóra vegna fjárskorts, sjá hér. Erna segir í yfirlýsingu:

„Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.“

Halldór Auðar Svansson tjáir sig stuttlega um málið á Pírataspjallinu og segir þar:

„Mér finnst þetta tilefni til naflaskoðunar. Erna hefur verið dugleg við að synda á móti straumnum innan flokksins og það er ekki gott ef slíkt fólk fer að gefast upp. Enda vona ég nú að hún sé ekki alveg hætt.“

Þar eru viðbrögðin blendin. Þór Saari fyrrverandi alþingismaður sér ekki eftir Ernu og segir:

„Þekki hana ekki persónulega en hún hefur verið ötull talsmaður dólgafrjálshyggju SUS og Heimdellinga og meðal annars haldið því fram að Alan Greenspan væri sósíalisti. Það er til staður fyrir svona fólk, heitir Heimdallur og SUS. Hvað hún er að gera í Pírötum veit ég ekki.“

Hér má lesa frétt Eyjunnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi