fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Gunnar dæmdur í sextán ára fangelsi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari fór fram á að Gunnar Örn Arnarson yrði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana á Akranesi í október síðastliðnum. DV greindi fyrst frá málinu þann 4. október 2015. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að dæma Gunnar í sextán ára fangelsi fyrir morðið. Gunnar neitaði sök. Vísir greindi fyrst frá niðurstöðunni.

Gunnar er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Birgi að bana með því að herða að hálsi hans með höndum og með því að bregða beltisól og fatareim um hálsinn á honum og herða að. Karl Birgir lést fimm dögum eftir árásina.

Í frétt DV frá því í október 2015 segir að Gunnar hafi yfirgefið vettvang á meðan að lögreglu- og sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun á fórnarlambi árásarinnar. Þá hafi Gunnar verið handtekinn skömmu síðar þar sem hann var staddur á strætóbiðstöð á Akranesi. Var hann þá áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa flösku af Jägermeister í fórum sínum. Í frétt Vísis er haft eftir saksóknara að Gunnar hafi hringt í eiginkonu sína og sagt: „Sæl, elskan. Hann er dauður. Ég elska þig.“

Sambýliskona Karls fór fram á miskabætur og voru henni dæmdar 800 þúsund í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu