fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Aflandið auglýst

Árið er 2000 – Ríkisbankinn Landsbanki bauð fólki að kaupa í aflandssjóðum í öllum útibúum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. apríl 2016 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árin 1999 og 2000 auglýsti Landsbanki Íslands, sem þá var að fullu í eigu ríkisins, aflandsþjónustu í „alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni“ á Guernsey á Ermarsundi. Guernsey flokkaðist sem „skattaskjól“ á þessum tíma og það varð ekki fyrr en undir lok árs 2008 að fjármálaráðuneytið gerði upplýsingaskiptasamning við eyjarnar Guernsey og Jersey á Ermarsundi að eyjarnar flokkuðust ekki lengur sem aflandseyjar.

Það vekur athygli að þessar auglýsingar birtust í Morgunblaðinu og voru heilsíðuauglýsingar. Önnur þeirra birtist á síðu 23, þriðjudaginn 7. desember árið 1999. Orðrétt segir í báðum auglýsingunum: Rekstur Fortuna sjóðanna fer fram á Guernsey, alþjóðlegri fjármálamiðstöð á Ermarsundi. Þar vaxa peningar í góðu skjóli og ná ávöxtun eins og hún gerist best í heiminum. Fortuna sjóðir Landsbankans, Fortuna I, Fortuna II og Fortuna III eru reknir af Landsbanki Capital International Ltd. á Guernsey.“

Fólki var bent á að það gæti komið við í næsta útibúi Landsbankans eða í höfuðstöðvum Landsbréfa og gengið frá kaupum í sjóðunum.

Í Morgunblaðinu í janúar 2000 er fjallað um aukna eftirspurn eftir aflandsþjónustu. Rætt var við Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóra alþjóða- og fjármálasviðs Landsbanka Íslands og stjórnarformann í Landsbanki PCC (Guernsey) Limited. Gunnar átti síðar eftir að verða forstjóri Fjármálaeftirlitsins á Íslandi. Einnig var rætt við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans. Hann sagði meðal annars: „Það sem fyrst og fremst vakti fyrir okkur þegar ákveðið var að bjóða upp á þessa tegund þjónustu var að við vildum breikka alþjóðlega þjónustu okkar og gefa kost á lögsögu, eins og Guernsey, sem sérhæfir sig í því að veita hagstæð skattaleg skilyrði til rekstrar og býður upp á einfaldar og ódýrar lausnir í alþjóðlegum viðskiptum. Við sáum mjög vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum.“

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, var árið 2000 forstjóri Landsbréfa. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í sömu umfjöllun. „… í dag er það orðinn sjálfsagður hluti af þjónustuframboði banka að bjóða fjárfestum sínum upp á aflandsþjónustu í einhverju aflandsumdæmi. Langflestir stærri bankar í heiminum eru með starfsemi í slíku umdæmi og sumir þeirra í mörgum.“

Áhugavert er að rifja upp þessa umfjöllun í ljósi opinberana sem nú koma fram í tengslum stolnu gögnin frá Panama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis