fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur ósáttur: „Rotið og óréttlátt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman bauð Seðlabankinn upp á leið til að skipta gjaldkeyri í krónur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir að ýmislegt þurfi að skoða varðandi þau mál og vitnar í frétt Kjarnans þar sem greint er frá því að Íslendingar hafi komið með 72 milljarða til landsins og fengið 17 milljarða í virðisaukningu. Upplýsingar um hvaða einstaklinga er að ræða fást ekki uppgefnar og því ekki mögulegt að bera saman nöfn í Panamaskjölunum.

Vilhjálmur fjallar um þessi mál í pistli á Pressunni og hefur eitt og annað við þau að athuga. Um 794 innlenda aðila er að ræða og segir Seðlabankinn að honum sé ekki heimilt að greina frá nöfnum þátttakenda í gjaldeyrisútboðum vegna þagnarskylduákvæðis sem bankinn sé bundinn af.

Vilhjálmur segir:

„Ég trúi ekki öðru en að ríkisskattstjóri óski eftir öllum upplýsingum um hverjir það eru sem komu með 72 milljarða í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og fengu fyrir vikið 17 milljarða í bónus!“

Bætir Vilhjálmur við að ríkisskattstjóri hljóti að skoða málið og kanna hvort þetta fólk sem kom erlendis frá með 72 milljarða „hafi greitt skatta og skyldur hér á landi á meðan þeir voru með fjármunina erlendis.“

Vilhjálmur bætir við að lokum:

„Fyrirgefið en mikið ofboðslega er þetta allt saman eitthvað rotið og óréttlát!“

Pistil Vilhjálms má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi