fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Leitað að sprengju um borð í Herjólfi

Erlendur nemandi fékk smáskilaboð þess efnis að sprengja væri um borð

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir leit um borð í Herjólfi vegna sprengjuhótunar sem barst í morgun. Hópur erlendra nemenda var á leið til Vestmannaeyja í morgun þegar einn úr hópnum fékk smáskilaboð þess efnis að sprengja væri um borð í ferjunni.

„Við viljum leita af okkur allan grun og á ég von á að sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stjórni leitinni“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við Eyjar.net, sem greinir frá málinu.

Ólafur segir að Eimskip líti málið mjög alvarlegum augum og málið komi til með að verða rannsakað af lögreglu. Leitað verður í öllu skipinu og er ekki ljóst á þessari stundu hvenær skipið getur haldið áfram áætlun sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu