fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Heiðrún kærir nauðgun: „Þessi maður er andlit Níkaragva“

Heiðrún Mjöll starfar sem au pair í Níkaragva – Telur að sér hafi verið byrlað ólyfjan í gleðskap

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglukonan spurði mig hversu stuttu pilsi ég hafi verið í og hversu marga drykki ég hafi drukkið,“ segir ung íslensk stúlka, Heiðrún Mjöll Bachmann, í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Heiðrún, sem er 21 árs, hefur undanfarið dvalið sem au pair hjá íslenskri fjölskyldu í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva. Heiðrún lagði fram kæru síðastliðinn föstudag vegna nauðgunar. Hún segir að maðurinn hafi ekki enn verið handtekinn eða yfirheyrður. Maðurinn mun hafa verið kosinn Herra Níkaragva ekki alls fyrir löngu og er hann sagður landsþekktur. „Þessi maður er andlit Níkaragva. En ég get ekki leyft honum að komast upp með þetta,“ segir Heiðrún meðal annars.

Þau kynntust í ræktinni og fór svo að þau fóru saman í gleðskap á fimmtudagskvöldið. Þar segir Heiðrún að sér hafi verið nauðgað eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Hún hafi fengið sér að drekka en það næsta sem hún muni var þegar hún rankaði við sér á hótelherbergi með manninn liggjandi við hliðina á sér.

„Mig rámar í að hann hafi verið að kyssa mig og snerta mig og ég segi nei. En svo datt ég út aftur. Ég vakna svo um morguninn og þá nauðgar hann mér. Ég reyndi að ýta honum í burtu og segja honum að hætta, en ég var svo máttlaus og fann að ég átti enga von um að losna. Þegar hann lýkur sér af kem ég mér út og bið vinkonu mína að sækja mig. Fyrst ætlaði ég ekki að tilkynna þetta, ég er í ókunnugu, þriðja heims landi og nauðgun er nýlega skilgreind sem glæpur sem hægt er að kæra. Mér fannst þetta vonlaus staða,“ segir Heiðrún meðal annars í viðtalinu. Hún hefur þvælst á milli lögreglustöðva, heilsugæslu og farið í sálfræðimat og skoðanir.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Heiðrúnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu