fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Engin sprengja um borð í Herjóli: Líklega vírus í síma nemandans

Erlendur nemandi fékk smáskilaboð þess efnis að sprengja væri um borð í ferjunni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit er nú lokið um borð í Herjólfi og fannst engin sprengja um borð í ferjunni. Erlendur nemandi, sem fór með skipinu til Vestmannaeyja í morgun, fékk sent smáskilaboð þess efnis að sprengja væri um borð og var viðbragðsaðilum gert viðvart í kjölfarið.

Mbl.is greinir frá því að leit sé nú lokið og að engin sprengja hafi fundist. Skipið mun nú vera lagt af stað frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.

Gunn­laug­ur Grett­is­son, rekstr­ar­stjóri Herjólfs, segir við mbl.is að nemandinn hafi brugðist rétt við þegar hann setti sig í samband við skipstjórnendur. Þá hafi skipstjórnendur einnig brugðist rétt við með því að hafa samband við lögreglu.

Gunnlaugur segist hafa óstaðfestar fréttir að sprengjuhótunin hafi verið tilkomin vegna víruss í síma nemandans. Það virðist Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyju, staðfesta.

Hún segir að um hafi verið að ræða hotspot-hótun sem er tiltölulega auðveld í framkvæmd. „Þeir sem þekkja til segja að það sé tiltölulega auðvelt að gera þetta, setja hótanir inn á vefsvæði þar sem er þráðlaust net og þá fer sendingin á símann sem fer fyrstur á netið. Þessu var ekki beint til stúlkunnar, þessu er bara beint inn á þetta opna vefsvæði,“ segir Páley við mbl.is.

Páley seg­ir að hót­an­ir sem þess­ar séu til­tölu­lega al­geng­ar. „Sum­um kann að þykja þetta sniðugur hrekk­ur, sem það er alls ekki. Það er til­tölu­lega al­gengt að svona sé sett inn á opin vefsvæði án þess að nokk­ur fót­ur sé fyr­ir því,“ seg­ir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt