fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Aflandsvæðingin: „Við getum endað með helsjúkt samfélag“

Áhrifin víðtæk, segir Gylfi Magnússon fyrrverandi ráðherra

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif og það er nánast sama hvar er drepið niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif,“ sagði Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Komast hjá skattgreiðslum í mörgum tilfellum

Þar ræddi Gylfi meðal annars um aflandsvæðinguna svokölluðu og þær upplýsingar sem komið hafa upp úr krafsinu í Panamaskjölunum. Gylfi segir ljóst að áhrifin séu mikil, ekki bara á samkeppnisumhverfi heldur einnig á skattkerfi og fjármálastöðugleika.

„Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum. Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast ítrustu próf lögfræðinnar þó þau séu ekki siðleg. Þetta þýðir að þeir sem eru með breiðustu bökin eru ekki að borga sinn skerf af því að halda samfélaginu uppi. Og það er auðvitað afleitt og þeir sem lenda í því að borga, sem er kannski venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með neinum svona trikkum, þeir finna fyrir því,“ sagði Gylfi meðal annars í viðtalinu.

Víðtæk áhrif

Gylfi sagði að áhrifin kæmu víðar fram. Nefndi hann til dæmis fyrirtæki sem lækka kostnað sinn, til dæmis með stofnun aflandsfélaga, valdi skaða hjá keppinautinum sem er með allt sitt á hreinu og borgar sem honum ber. „Þannig að þetta getur skekkt samkeppni á markaði. Og svo sáum við mjög skýrt þegar farið var að gera upp stöðuna hérna fyrir hrun í bankakerfinu að allskonar aflandsfélög höfðu falið hvað staðan var slæm, hvað tengingin milli fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra voru ríkar og hvernig bankarnir voru misnotaðir. Þannig að þetta hefur áhrif á samkeppni, fjármálastöðugleika og skattkerfi.“

Gylfi sagði að efnahagslífið verði ógagnsærra og leyndarhyggjan mikil. „Þá er hægt að gera ýmislegt sem menn þyrðu ekki að gera ef að sólin skini á það sem þeir eru að bralla.“

Gylfi sagði að þeir sem notfæra sér svona brögð geti haft forskot á aðra og þar með heltast hinir úr lestinni. „Þannig að við getum endað með helsjúkt samfélag sem ég held, því miður, að sé ekki mjög fjarlæg lýsing á efnahagslífinu.

Hér má hlusta á viðtalið við Gylfa í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“