fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Félag ríkisins um stöðugleikaeignir tekur til starfa

Bjarni hefur skipað þriggja manna stjórn félagsins Lindarhvols – Einn stjórnarmaður hefur sagt sig úr stjórn vegna mögulegs vanhæfis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett á stofn félagið Lindarhvol ehf. og skipað því stjórn en það mun annast umsýslu með og fullnusta þær tugmilljarða eignir sem voru afhendar ríkinu í tengslum við stöðugleikaframlag kröfuhafa gömlu bankanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Samkvæmt ákvörðun ráðherra frá 15. apríl síðastliðnum voru skipuð í stjórnina þau Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), og Áslaug Arnardóttir, lögmaður hjá Landslögum. Áslaug hefur hins vegar sagt frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og hefur því tekkið tekið þátt í störfum þess.

Þá voru þau Esther Finnbogadóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Sigurbjörn Einarsson, viðskiptafræðingur, skipuð sem varamenn í stjórn Lindarhvols.

Félagið er að fullu í eigu ríkissjóðs og hefur það „hlutverk að annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja, þ.e. aðrar en eignarhluti í Íslandsbanka sem færast til Bankasýslu ríkisins,“ eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Auðseljanlegar eignir

Verðmæti þeirra eigna sem verða í umsýslu félagsins er yfir 60 milljarðar króna miðað við bókfært virði. Nafnvirði eignanna nemur hins vegar hundruðum milljarða króna. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi um frumvarpið í lok síðasta árs að þegar horft væri til þess hversu mikið af þessum eignum gætu verið auðseljanlegar eignir, meðal annars hlutabréf í skráðum félögum, þá sé frekar um að ræða umsýslu á eignum að fjárhæð um 40 milljarða.

Fram kemur í frumvarpinu sem varð að lögum á Alþingi fyrir skemmstu að stjórnarmenn skuli hafa víðtæka og haldgóða þekkingu og reynslu af sambærilegum verkefnum og þeim er félaginu er ætlað að sinna. Þá segir að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta skuli félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni, sbr. meginreglur sem nýlega hafa verið lögfestar í lögum um opinber fjármál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi