fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stjórnarmönnum fækkað eftir sölu til Brims

– Breytingar á stjórn Icelandic Group – Áherslurnar „nú skýrari“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmönnum Icelandic Group, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, var nýverið fækkað úr fimm í þrjá í kjölfar sölu fyrirtækisins á starfsemi þess í Asíu. Herdís Dröfn Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir í samtali við breska sjávarútvegsvefinn Undercurrent News að áherslur fyrirtækisins „séu nú skýrari“.
Þau Ævar Agnarsson, fyrrverandi forstjóri Icelandic USA, og Björk Vilhjálmsdóttir, yfirmaður í mannauðsdeild Icelandic Group, hættu í stjórn fyrirtækisins. Að sögn Herdísar kom breytingin í kjölfar sölunnar á starfseminni í Asíu, sem útgerðarfyrirtækið Brim hf. keypti í desember síðastliðnum, og breyttra áherslna í rekstrinum. Við söluna til Brims bókfærði Icelandic tap upp á 3,9 milljónir evra, eða 548 milljónir króna, vegna þess hluta starfseminnar.
Icelandic Group, sem framleiðir og selur sjávarfang og á fjórtán dótturfélög, er í eigu 18 lífeyrissjóða og Landsbankans í gegnum Framtakssjóð Íslands. Fyrirtækið skilaði ríf­lega 560 millj­óna hagnaði í fyrra og sneri við ta­prekstri árs­ins 2014 sem nam 710 milljónum. Virðisrýrnun viðskiptavildar Icelandic – Ný Fisks, dótturfélags sem Icelandic Group keypti í janúar 2014, upp á 770 milljónir króna, skýrði að mestu tap fyrirtækisins það ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt