fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Læsa Kringlusafninu í annað sinn

Geymslunni undir safngripi Kringlunnar frá árinu 1999 verður læst aftur í sumar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Safngripirnir eru ekki komnir í geymsluna að nýju en nú höfum við fengið framkvæmdafé til að ráðast í lagfæringar á henni,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, aðspurður hvort búið sé að læsa á ný geymslu sem stendur við eitt af bílastæðum verslanamiðstöðvarinnar og geymdi áður um 1.000 vörur sem verslanir hennar seldu árið 1999.

Geymslunni var læst þegar ný viðbygging Kringlunnar var opnuð rétt fyrir síðustu aldamót. Þá höfðu kaupmenn í verslanamiðstöðinni látið af hendi ýmsar vörur sem eru til marks um tíðarandann árið 1999. Geymslan átti að vera læst í yfir hundrað ár, eða þangað til Kringlan yrði rifin, en eins og DV fjallaði um í apríl í fyrra þá lak vatn inn í geymsluna og hluti munanna, sem starfsmenn Þjóðminjasafns Íslands mynduðu og skráðu niður á sínum tíma, skemmdist.

Sigurjón Örn Þórsson segir starfsmenn Kringlunnar hafa þurft að flytja safngripina í aðrar geymslur eftir að lekinn uppgötvaðist.
Framkvæmdastjórinn Sigurjón Örn Þórsson segir starfsmenn Kringlunnar hafa þurft að flytja safngripina í aðrar geymslur eftir að lekinn uppgötvaðist.

„Við ætlum okkur að koma í veg fyrir að rakinn vinni á þessu og leggja hita í geymsluna. Svo verða þeir munir sem eftir standa, og urðu ekki fyrir skemmdum, fluttir aftur þangað inn. Síðan eru aðrir hlutir hér í geymslum sem fara einnig þarna inn fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar. Þessi útiverk bíða vorsins og sumarsins.“

Líkt og kom fram í DV í fyrra þá kviknaði hugmyndin að geymslunni meðal hönnuða bílastæðisins sem er fyrir framan inngang Borgarleikhússins. Myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson sagði í samtali við dagblaðið Dag í september 1999 að ætlun þeirra væri að „frysta eitt neysluaugnablik í Kringlunni“. Safnið innihélt meðal annars leikföng, heimilistæki, fatnað, raftæki og Barbie-dúkkur. Sigurjón segist ekki vita hversu stór hluti safnsins skemmdist.

„Ég hugsa að það sem var taukennt hafi þolað rakann verst. Það voru svo sem alls konar hlutir þarna. Þetta var tilraunaverkefni og það hefði verið æskilegt að frágangur þess í upphafi hefði verið betri. Nema það hafi verið hugsun manna að láta tímans tönn vinna á þessu,“ segir Sigurjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis