fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Breskur unglingur dæmdur fyrir tvö morð: Heltekinn af raðmorðingjum

Ætlaði að fremja að minnsta kosti 15 morð til viðbótar – Bar við „röddum í höfðinu“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur skóladrengur, sem var heltekinn af raðmorðingjum, var nýlega fundinn sekur um tvö morð af yfirlögðu ráði. James Fairweather var aðeins 15 ára þegar hann réðst til atlögu gegn fjölskylduföðurnum James Attfield þann 29.mars árið 2014. Attfield hafði verið að skemmta sér og gengið fullgeyst um gleðinnar dyr. Hann lá illa drukkinn í almenningsgarði í Colchester þegar að Fairweather kom auga á hann og réðst til atlögu. Unglingurinn stakk fórnarlamb sitt í yfir hundrað skipti og lést Attfield síðar af sárum sínum. Mirror greinir frá.

Lögreglan hafði ekki hugmynd um hver hefði verið að verki. Aðeins þremur mánuðum síðar réðst Fairweather aftur til atlögu með enn grófari hætti. Sú árás var gegn saudi-arabíska háskólanemanum Nahid Almanea en hún átti sér stað um hábjartan dag þegar Almanea var á gangi í Colchester á leið sinni í Exeter-háskóla. Fairweather stakk fórnarlamb sitt meðal annars í augun því „raddir í höfði hans sögðu að hún ætti ekki að geta séð neitt illt.“

Hér má sjá hnífinn sem James Fairweather var með á sér þegar hann var handtekinn í fyrra. Að öllum líkindum er hér á ferðinni morðvopnið í fyrri tveimur árásunum.
Morðvopnið Hér má sjá hnífinn sem James Fairweather var með á sér þegar hann var handtekinn í fyrra. Að öllum líkindum er hér á ferðinni morðvopnið í fyrri tveimur árásunum.

Enn tókst lögreglu ekki að hafa hendur í hári unglingsins en þó sáu sjónarvottar grunsamlegan mann í sérstökum jakka sem lýst var eftir. Í maí 2015 ráðgerði Fairweather aðra árás. Hann faldi sig nálægt vettvangi morðsins á Almenea í leit að þriðja fórnarlambinu. Árvökull hundaeigandi kom auga á hann í felum og tilkynnti lögreglu um grunsamlegar mannaferðir. Fairweather var handtekinn og í yfirheyrslum lögreglu játaði hann á sig manndráp en þvertók fyrir að um morð væri að ræða. Hann sagðist hafa „ráðgert að drepa 15 til viðbótar.“ Skýringar drengsins voru á þá leið að raddir í höfði hans hefðu fyrirskipað árásirnar. Dómarar tóku þessar skýringar ekki trúanlegar en við réttarhöldin kom í ljós ástríðufullur áhugi Fairweather á raðmorðingjum og djöfullegum verkum þeirra.

Eftirlætis raðmorðingi Fairweather var Ted Bundy en auk þess hafði hann grafist ítarlega fyrir um feril annarra ódæðismanna eins og Peter Sutcliffe, sem er einn hættulegasti raðmorðingi Bretlands. Sá bar fyrir sig geðklofa þrátt fyrir að ekkert benti til þess en leiða má að því líkum að Fairweather hafi leitað í smiðju fyrirmyndar sinnar varðandi skýringar á athæfi sínu. Dómstólar munu síðar úrskurða hver verður refsing James Fairweather.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“