fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Rúmenum sparkað úr Eurovision

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta skipti í 61 árs sögu Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur þjóð verið kastað úr keppni. Rúmenar verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Stokkhólmi í næsta mánuði.

Ástæðan er sú að TVR, ríkissjónvarp Rúmeníu, hefur trassað að standa skil á greiðslum til European Broadcasting Union, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, sem skipuleggja Eurovision-söngvakeppnina. Raunar hafa þeir ekki greitt til samtakanna síðan árið 2007 og eru uppsafnaðar skuldir sagðar nema um kringum sextán milljónum svissneskra franka.

„Okkur þykir miður að hafa þurft að taka þessa ákvörðun,“ segir framkvæmdastjóri EBU, Ingrid Deltenre.

Ljóst er að sjónarsviptir verða af Rúmenum sem vakið hafa athygli fyrir lífleg lög og góðan árangur. Rúmenum hefur til að mynda aldrei mistekist að komast á úrslitakvöldið. Rúmenar áttu að taka þátt á seinna undanúrslitakvöldinu þann 12. maí.

Til stóð að Ovidiu Anton myndi flytja framlag Rúmena, popprokklagið Moment of Silence en ekkert verður af því. Veðbankar höfðu spáð laginu góðu gengi í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala