fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lilja sendir 13 milljónir til Ekvador

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarbeiðni frá stjórnvöldum í Ekvador eftir jarðskjálftann í síðustu viku með því að verja tæplega 13 milljónum króna í neyðaraðstoð við börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ráðherra hefur falið Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í Ekvador, UNICEF, að verja framlaginu í þágu barna sem eiga um sárt að binda eftir skjálftann. Að mati samtakanna er þörf á mikilli sálrænni aðstoð við börn á hamfarasvæðum en einnig þarf að bæta vatns- og salernisaðstöðu og styðja við þau fjölmörgu börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur.

Neyðarbeiðni barst frá stjórnvöldum í Ekvador í kjölfar stóra jarðskjálftans aðfaranótt sunnudags en einnig hafa margir öflugir eftirskjálftar riðið yfir, sá stærsti síðastliðna nótt. Tæplega 600 manns eru látnir, samkvæmt opinberum tölum, og tæplega 6000 slasaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“