fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Ragnar býður sig aftur fram: Sigmundur Davíð hafði afgerandi áhrif

Ólafur hyggst gefa kost á sér í sjötta skiptið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. apríl 2016 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands á ný. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsetanum á Bessastöðum fyrir skömmu. Það er þá í sjötta skiptið sem Ólafur Ragnar gefur kost á sér, en hann hefur setið lengst af öllum forsetum í lýðveldissögunni.

Uppfærð 16:25

Ólafur Ragnar Grímsson sagði í tilkynningu sinni að pólitískt umrót undanfarinna vikna hafi haft afgerandi áhrif á ákvörðun sína að bjóða sig fram í sjötta skiptið. Það er að segja þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ákvað að segja af sér eftir að í ljós kom að eiginkona hans var með eignarhaldsfélag á láskattasvæði.

Ólafur Ragnar segir hið pólitíska ástand enn viðkvæmt eftir hrunið og að kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann segir ennfremur að umrótið hafi orðið til þess að fjölmargir hafi leitað til sín og skorað á sig að gefa kost á sér á ný. Hann hafi því ákveðið að verða við þeirri bón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi