fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Magnús Orri: Samfélagið vill nýja pólitík

Magnús Orri og Jón Gunnarsson tókust á í Eyjunni á Stöð 2

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. apríl 2016 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi í Samfylkingunni, sagði samfélagið biðja um nýja pólitík. Magnús Orri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2. Eyjan greinir frá.

„Fólk er orðið ofboðslega pirrað á því að stjórnmálamenn eru sífellt að karpa en eru ekki nógu duglegir eða lausnamiðaðir í að finna þessa leið saman áfram. Þetta er eitthvað sem við eigum öll að velta betur fyrir okkur vegna þess að við sjáum fyrir okkur að unga fólkið er bara mjög pólitískt en hefur enga trú á flokkakerfinu, enga trú á þessu systemi sem við höfum búið til,“ sagði Magnús Orri.

Magnús Orri segir mikla bjartsýni hafa verið á fundi sem haldinn var í Iðnó í gær. Á fundinum var rætt hugsanlegt samstarf Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata.
Í þættinum sagði hann mikla samstöðu á meðal stjórnarandstöðuliða hafa sést vel undanfarna daga.

„Það sem var í raun alveg yndislegt við þennan fund, ég ætla að vera svolítið naív sko, það var einhver bjartsýni, það var eitthvað vor, það var einhver dýnamík sem varð til. Maður fann að fullt, fullt af fólki úr ólíkum áttum, ekki alltaf sammála, en það var sammála um einhver grunngildi, einhverja nálgun og það var líka sammála um það að ef við erum ósammála þá förum við með deiluefnið í lýðræðislegan farvegi, eins og til dæmis ESB-málið,“ sagði Magnús Orri um fund gærdagsins.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks var einnig gestur Björns Inga. Hann sagði innihaldslitla orðræðu hafa verið í kringum fund gærdagsins. Að sögn Jóns segir hann að samstarf þessara flokka sé ekki nýtt af nálinni og bendir á borgarstjórnarmeirihlutann.

Enn fremur sagði Jón að í kringum fundinn hefðu verið látin falla ýmis slagorð og „innihaldslausir“ frasar. Jón kallaði sýn Magnúsar Orra og fleiri á vinstri vængnum draumsýn.

„Þetta eru bara einhver slagorð, innihaldslausir frasar sem allir stjórnmálaflokkar geta kvittað upp á. Svo ferðu niður á Alþingi, í raunveruleikann, hleypur út úr þessari draumsýn Magnúsar Orra og fleiri á þessum vinstri væng sem þau eru að reyna að búa til og ferð bara inn í raunveruleikann. Þar vorum við að taka þátt í nokkrum debötum í síðustu viku og þar sögðu þingmenn þessara flokka að þið hafið afsalið ríkinu tekjum upp á 40 til 50 milljarða af því að þið lækkuðu skatta, já now you´er talking! Nú skulum við tala saman,“ sagði Jón.

Sjáðu viðtalið hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“