fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Brynjar hraunar yfir vinstri flokkana: Afleit hugmynd að þetta fólk stjórni landinu

„Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 16. apríl 2016 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ekki hrifinn af fundi vinstri manna sem haldinn var í dag í Iðnó. Var þétt setið á opnum fundi þar sem rætt var möguleg samvinna flokkanna. Ljóst þykir að stjórnarandstöðuflokkarnir eru farnir að setja sig í stellingar fyrir næsta kjörtímabil. Yfirskrift fundarins var „Eigum við að vinna saman?“.

Fulltrúar flokkanna eru Dagur B. Eggertsson fyrir hönd Samfylkingar, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati, Ilmur Kristjánsdóttir Bjartri framtíð, Margrét Tryggvadóttir væntanlega fyrir hönd Dögunar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir VG. Fundinum er ætlað að „hefja samtalið“, eins og það er orðað í fundarboði. Mikil ánægja var með fundinum hjá þeim sem hann sátu.

Brynjar segir skoðun sína á fundinum og dregur hvergi undan. Brynjar segir í pistli á Pressunni:

„Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.“

Brynjar heldur áfram og minnir stjórnarandstöðuflokkanna að þeir séu í meirihluta í borgarstjórn.

„Þar verður ekki nokkur maður var við heiðarleika eða lýðræði enda hlustar meirihlutinn alls ekkert á borgarbúa. Þar að auki er þessi heiðarlegi og lýðræðissinnaði meirihluti á góðri leið með að keyra borgarsjóð í þrot, sem er kraftaverk út af fyrir sig.“

Þá segir Brynjar að lokum:

„Ég held að það sé afleit hugmynd að þetta annars ágæta fólk stjórni landinu líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið