fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Viðskiptafélagi Bergvins fékk sálfræðiaðstoð eftir fasteignaviðskipti

Ungur félagsmaður í Blindrafélaginu lagði fram hátt í tvær milljónir í fasteignafélag – Lagði inn á persónulegan reikning Bergvins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptafélagi Bergvins Oddsonar, formanns Blindrafélagsins, fékk sálfræðiaðstoð á kostnað Blindrafélagsins eftir að hafa verið í fasteignaviðskiptum með Bergvini og föður hans.

Þetta kemur fram í sannleiksskýrslu Blindrafélagsins um stjórnarstörf Bergvins, en stjórnin samþykkti vantrauststillögu á hendur Bergvini meðal annars vegna þessa máls.

Forsaga málsins er sú að Bergvin stofnaði félagið ásamt rétt rúmlega tvítugum félagsmanni Blindrafélagsins á fyrri hluta síðasta árs. Félagsmaðurinn lagði fram 1,4 milljónir króna í félagið, sem hét Hnjúkur, í formi reiðufés, og átti þannig 20% í félaginu. Feðgarnir áttu samanlagt 80% en þeir hugðust leggja fram fasteignir í félagið á móti.

Hlutafé fært niður

Svo var sú breyting gerð að stofnhlutafé félagsins var fært niður í 500.000 krónur. Að sögn stofnenda var þessi niðurfærsla gerð eftir ráðgjöf endurskoðanda sem tiltók við starfsmann sannleiksnefndar að það hafi verið sökum þess að eignirnar, sem feðgarnir lofuðu að færa inn í félagið, voru ekki tilbúnar til að færast inn í félagið við stofnun þess.

Þegar Bergvin og Oddur faðir hans voru spurðir um þetta sögðu þeir ástæðuna vera þá, að töluverður kostnaður hefði falist í að færa eignirnar inn í félagið.

Við stofnun fyrirtækisins eru formlegar eignir þess því litlar sem engar þar sem 1400 þúsund króna framlag piltsins var lagt inn persónulegan reikning Bergvins og fasteignirnar fóru ekki inn í fyrirtækið með formlegum hætti.

Heppilegur viðskiptafélagi?

Rekstur Hnjúks einkenndist af miklum hraða í ákvarðanatöku þar sem Bergvin fór strax í upphafi að bera undir aðra eigendur fyrirætlanir um kaup á nýjum eignum og sölu annarra. Bergvin sagði sjálfur í viðtölum sínum við sannleiksnefndina að hann teldi piltinn ekki jafnvígan sér og föður sínum þegar kæmi að viðskiptalegum ákvörðunum og má því velta upp hvort hann hafi verið heppilegur viðskiptafélagi fyrir þá feðga að því er fram kemur í sannleiksnefndinni.

Fram kom í samtali nefndarmanna við piltinn að fljótlega hafi farið að renna á hann tvær grímur með stöðu sína innan félagsins en í júlí og ágúst lagði hann fram samtals 214 þúsund krónur til viðbótar en samkvæmt honum hafði verið skýrt tekið fram í upphafi að framlag hans í fyrirtækið takmarkaðist við upprunalegt hlutafjárframlag upp á 1,4 milljón króna.

Þegar óskir komu um enn frekara framlag inn í fyrirtækið sagðist pilturinn hafa fengið nóg og þann 17. september óskaði hann eftir því við Bergvin að hann yrði keyptur út.

Daginn eftir verður umrædd óánægja á vitorði annarra stjórnarmanna Blindrafélagsins og þann 22. september er vantraust á Bergvin samþykkt á stjórnarfundi. Þann 28. september var pilturinn leystur út úr félaginu af meðeigendum sínum að kröfu lögmanns síns.

Erfiðar andlega afleiðingar

Afleiðingarnar voru þó ekki síst andlega erfiðar fyrir piltinn og var því ákveðið að útvega honum sálfræðing á kostnað félagsins, þar sem málið hefði valdið honum miklu sálrænu uppnámi, eins og það er orðað í skýrslunni.

Staðfesti sálfræðingur piltsins fyrir nefndinni að Blindrafélagið hefði greitt 10 sálfræðitíma fyrir hann og síðar samþykkt tillögu hans um að greiða tvo tíma til viðbótar.

Í niðurstöðu Sannleiksnefndarinnar segir að nefndin telji að formaður Blindrafélagsins hafi sýnt í þessu efni dómgreindarleysi og það hafi verið rangt hjá honum að hvetja piltinn til að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum. Með þessari tilhögun var hann frá upphafi í veikari stöðu gagnvart feðgunum.

Að auki var ekki farið eftir lögbundinni skyldu um að halda fundargerðarbók, fjármunir félagsmanns fóru inn á persónulegan reikning formannsins, stofnfé og eignir þess urðu aðrar og minni en í upphafi var gert ráð fyrir, en hlutur piltsins voru um hundrað þúsund krónur eftir að stofnhlutafé félagsins var fært niður í 500 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala