fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tveir hópar af erlendu þjóðerni slógust í Skeifunni: „Atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum var kveikjan að málinu“

Hópslagsmál í Skeifunni – Rannsókn á frumstigi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópslagsmálin sem áttu sér stað í Skeifunni síðastliðinn laugardag voru á milli tveggja erlendra hópa af sitt hvoru þjóðerni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eins og greint hefur verið frá tóku hátt í 30 manns þátt í slagsmálunum sem áttu sér stað fyrir framan verslun Rúmfatalagersins. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu, þar á meðal börn.

Meðlimir beggja gengjanna voru með með vopn, þar á meðal hafnaboltakylfu, hamar og hníf. Einn var sleginn í höfðið með hamri en að sögn vitnis sem ræddi við Morgunblaðið tóku 4-6 manns þátt í slagsmálunum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki liggi fyrir hver kveikjan að átökunum var. Fjórir voru handteknir og er búið að taka skýrslur af þeim.

„Þessir tveir hópar virðast vera af ólíkum þjóðernum. Eitthvert atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum var kveikjan að málinu,“ segir Friðrik og bætir við að rannsókn málsins sé á frumstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala