fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kynna minnsta brugghús landsins

Frumkvöðlarnir á bak við hún/hann ætla að láta lundabjórinn í friði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við brugguðum í nýju græjunum okkar í fyrsta skipti rétt fyrir síðustu jól og erum núna að dreifa smakkflöskum á ýmsa bari þar sem við viljum bjóða okkar vörur í framtíðinni,“ segir Sölvi Dúnn Snæbjörnsson, myndlistarmaður og einn eigenda handverksbrugghússins hún/hann.

Sölvi og Ásta Ósk Hlöðversdóttir, verkfræðingur og bruggmeistari sprotafyrirtækisins, hafa komið upp litlu brugghúsi í húsnæði Matís í Grafarholti. Þar geta þau framleitt um 200 lítra af bjór í einni lögun. Frumkvöðlarnir tveir tóku í fyrrasumar þátt í viðskipahraðlinum Startup Reykjavík. Þau höfðu þá rúmu hálfu ári áður ákveðið að leiða saman krafta sína. Ásta er potturinn og pannan þegar kemur að bruggþekkingu en Sölvi hefur séð um útlitshönnun umbúða og annars markaðsefnis.

„Síðustu mánuðir hafa farið í uppsetningu brugghússins; tengja græjur og fikra okkur áfram með framleiðsluna. Við erum með tilraunaeldhús og nokkra fermetra hjá Matís. Við byrjuðum því í heimabruggsstærð og okkur langar að stækka upp fyrir þessa 200 lítra sem við erum með. Við hljótum að vera minnsta brugghús landsins en þetta er alvöru bjór.“

Stefnið þið að því að stækka og jafnvel kynna hugmyndina fyrir fjárfestum?

„Við stækkum á endanum en við erum mjög sátt við þessa stærð sem við erum í núna. Hún gefur okkur frelsi til að leika okkur með uppskriftir. Við höfum þó ekki farið að leita að fjárfestum beint þó að við séum opin fyrir því. Við erum spenntari fyrir því að finna samstarfsaðila inn í þetta sem deila okkar hugsjón hvað bjórinn varðar. Í stað þess að fá fólk inn í þetta sem hugsar um peninga fyrst og fremst því þá er auðvitað einungis best að brugga einhvern lundabjór og selja hann túristum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“