fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Áttavillti Noel farinn úr landi með GPS-tæki í farteskinu

Varð heimsfrægur eftir dvölina á Íslandi – Alsæll með ferðina – „Sjáumst fljótt aftur Ísland“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noel Santillan, áttavillti ferðalangurinn sem ók óvart alla leið frá Keflavík til Siglufjarðar en ætlaði til Reykjavíkur, er farinn úr landi. Noel fór þó ekki tómhentur aftur til heimalands síns, Bandaríkjanna, þar sem hann fékk GPS-tæki að gjöf fyrir heimferðina.

Hér má sjá Noel með GPS-tækið frá Avis.
Frá Facebook. Hér má sjá Noel með GPS-tækið frá Avis.

Frá þessu greindi Noel á Facebook-síðu sinni í gær en það var bílaleigan Avis, sem leigði Noel bíl á meðan hann dvaldi hér á landi, sem gaf honum staðsetningartækið. Noel sagðist hafa viljað hitta konuna sem afgreiddi hann við komuna til landsins en hún var ekki við í gær.

„Ég hitti yfirmanninn og hluta af starfsliðinu. Þeir gáfu mér GPS-tæki fyrir næstu ferð,“ sagði Noel, ánægður með gjöfina.

Noel varð í síðustu viku landsfrægur eftir að hann gerði þau mistök að stimpla inn heimilisfangið Laugarvegur 22a í staðinn fyrir Laugavegur 22a í GPS-tæki við komuna til landsins. Noel treysti tækinu og fylgdi því alla leið á áfangastað. Noel endaði því á Siglufirði en ekki í miðbæ Reykjavíkur, þar sem förinni var upphaflega heitið.

Noel sagði í viðtali við DV ,daginn eftir að hann kom til Siglufjarðar, að ferðin hefði tekið hann um fimm klukkustundir. Hann viðurkenndi að það hafi verið mikil mistök að fylgja GPS-tækinu í blindni en var þó yfir sig ánægður með móttökurnar á Siglufirði.

„Ég kom hingað til að lenda í ævintýri og nánast um leið og ég steig úr flugvélinni var ég lentur í mesta ævintýri lífs míns,“ sagði Noel í samtali við DV.

Sjá einnig: Noel var mjög hissa þegar hann endaði á Siglufirði: „Lenti strax í ævintýri á Íslandi“

Ferðasaga Noels vakti eins og fyrr segir mikla athygli og náði hún út fyrir landsteinana en erlendir fjölmiðlar, bæði í Ameríku og í Evrópu fjölluðu um ferðasögu Noels. Það má því segja að Noel hafi orðið heimsfrægur eftir Íslandsferðina.

Noel villtist svo í annað sinn í ferðinni, þegar hann ætlaði í Bláa lónið. Í stað þess að fara í lónið sjálft endaði hann á skrifstofu Bláa Lónsins.

Íslendingar tóku vel á móti Noel hvert sem hann fór og segist hann vera afar ánægður með ferðina til landsins.

„Sjáumst fljótt aftur Ísland. Það var sönn ánægja og heiður að vera þarna,“ sagði frægasti ferðamaður Íslands áður en hann yfirgaf landið.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=poMQivjvPm8?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi