fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Samræmdu prófunum gjörbreytt: Öll prófin verða rafræn

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur, að fenginni tillögu frá Menntamálastofnun, ákveðið að breyta fyrirkomulagi lögbundinna samræmdra könnunarprófa í grunnskólum.

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur, að fenginni tillögu frá Menntamálastofnun, ákveðið að breyta fyrirkomulagi lögbundinna samræmdra könnunarprófa í grunnskólum.

Breytingin er tvenns konar samkvæmt upplýsingum á vef menntamálaráðuneytisins.

Í fyrsta lagi hefur verið ákveðið að öll samræmd könnunarpróf verði lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016.

Í öðru lagi hefur verið ákveðið að samræmd könnunarpróf sem undanfarin ár hafa verið haldin að hausti í 10. bekk færist til vors í 9. bekk. Því verður ekkert próf haldið í 10. bekk haustið 2016 en þeir sem verða í 10. bekk á næsta skólaári munu þreyta próf vorið 2017 á sama tíma 9. bekkingar.

Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda.

Með því að færa 10. bekkjar könnunarprófið í 9. bekk gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk.

Jafnframt þessum breytingum gerir Menntamálastofnun könnunarprófin hæfnimiðaðri í takt við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Miðað er við að áfram verði tvö könnunarpróf í 4. og 7. bekk, þ.e. í íslensku og stærðfræði. Í 10. bekk verður metin hæfni í íslensku, stærðfræði og ensku.

Menntamálastofnun mun á næstunni kynna betur breytt fyrirkomulag lögbundinna samræmdra könnunarprófa og gefa út dagsetningar á fyrirlögn þeirra á næsta skólaári.

Samkvæmt ákvæðum í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla er foreldrum heimilt að óska eftir því að barn þeirra sé útskrifað úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Í aðalnámskránni eru sett viðmið um verklag og forsendur við mat á slíkum óskum.

Með því að færa samræmt könnunarpróf til vorannar í 9. bekk fá foreldrar, nemendur og skólar viðbótarupplýsingar til að meta hvort viðkomandi nemandi búi yfir nægilegri hæfni og geti því innritast í framhaldsskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“