fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun

Borgun segist aldrei hafa búið yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn hafði aðgang að öllum gögnum í tengslum við sölu á 31,2% hlut bankans í Borgun í nóvember á síðasta ári.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Borgun hefur sent frá sér í tilefni þess að Landsbankinn óskaði eftir svörum frá greiðslukortafyrirtækinu um hvaða upplýsingar stjórnendur félagsins höfðu vegna mögulegra valréttargreiðslna við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe.

Í yfirlýsingunni segir að útbúið hafi verið sérstakt gagnaherbergi þar sem Landsbankinn og aðrir aðilar máls höfðu fullan aðgang að ítarlegum upplýsingum um Borgun og rekstur félagsins. „Þar lágu fyrir upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði milli Visa Inc. og VISA Europe,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segist Borgun aldrei hafa búið yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt, fyrr en salan var gerð opinber þann 2. nóvember 2015. „Vænt hlutdeild Borgunar í söluandvirði á VISA Europe varð ekki ljós fyrr en 21. desember sama ár. Fyrir þann tíma hafði Borgun engar forsendur til þess að meta eignarhlut sinn í Visa Europe á annan hátt en gert var.“

Að sögn Borgunar þá mun fyrirtækið veita Landsbankanum allar þær upplýsingar tengdar söluferli, sem nauðsynlegar eru vegna fyrirspurna Bankasýslu ríkisins og annarra opinberra aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala