fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Alma Geirdal: „Í dag hefur botninum verið náð“ – Tók 40 mínútur að klippa Ölmu út úr brakinu

Afleiðingar slyssins alvarlegri en áður var talið – Unglingsstúlkan aldrei jafnað sig

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag hefur botninum verið náð, allur þessi skaði á fæti mínum hafði í kjölfarið skekkt mig og eyðilagt miklu meir en vitað var,“ segir Alma Geirdal en hún minnist þess að í dag eru níu ár frá skelfilegu slysi sem breytti lífi hennar. Í ljós hefur komið öllum þessum árum seinna að afleiðingarnar eru mun verri en talið var í fyrstu. Sú sem varð valdur að slysinu var að sögn Ölmu unglingur, sein í skóla og hafði ekki skafið rúðuna almennilega. Fyrir vikið var hún kærð fyrir gáleysi og hefur að sögn Ölmu aldrei jafnað sig.

„Klukkan 10 að morgni þessa dags sat ég föst í brakinu af glænýja bílnum mínum, með hnéð fast í hillunni undir stýri, með fjóra loftpúða sprungna að drepast úr sársauka og kulda. Það tók fjörutíu mínútur að klippa mig úr brakinu, heppin var ég að einn af slökkviliðsmönnunum var æskuvinur minn og bróðir minn og vinur mættu á slysstað.“

Mælaborðið fór í gegnum vinstra hnéð og hnéskelin endaði upp í lærvöðva og reif í sundur æðar, húð og braut bein. Bróðir hennar, Jón Gunnar Geirdal og Eyjólfur Karlsson sjúkraflutningamaður héldu henni vakandi. Alma var á gjörgæslu í tvo daga.

„Valdur að slysinu var 17 ára stelpa sem var of sein í skólann, í -10 stiga frosti skóf ekki rúðuna hjá sér, setti svo rúðupiss á og mætti mér síðan á 90 km hraða, ég var líka á 90. Höggið var ólýsanlega þungt og ég fann þegar rifbeinin 5 brotnuðu. Ég missti aldrei meðvitund, því miður.“

Lungu Ölmu féllu saman og blæddi inn á þau. Þá blædd inná brjósthol. Fimm rifbein brotnuðu. Kröftugt höfuðhögg og skarst á glerbrotum. Blæðing inn á kviðarhol og hnéskelin mölbrotnaði og lærvöðvinn fór í sundur, sem og æðar og hásin.

„Ég var með 38 spor utanverðu, 86 innvortis, með skrúfur. Við tók að liggja í 13 vikur og svo í endurhæfingu í 8 vikur, þar sem ég lærði að labba á ný og fleira.“

Alma segir að hún hafi aldrei náð almennilega heilsu á ný. Alma fékk bætur. Stelpan var kærð fyrir gáleysi. „Ég samt alveg frá upphafi hafði samband við hana og róaði hana gagnvart mér, oft samt hugsað hræðilega til hennar. Þegar erfiðast er.“

Alma segir að í dag hafi botninum verið náð.

„Allur þessi skaði á fæti mínum hafði í kjölfarið skekkt mig og eyðilagt miklu meir en vitað var. Lendar og spjaldhryggur vaxnir saman og neðstu hryggjaliðir fallnir saman. Ég get mig varla hreyft né gengið. Ég er alveg búin. Á morgun fer ég uppá spítala …“

Alma hvetur fólk til að muna eftir beltum, sköfum og njóta lífsins. Hún segir sögu sína til að hvetja aðra til að fara varlega í umferðinni.

„Munið að njóta núna, njótið þess að setjast á gólfið og leika við börnin, setjast í stólinn, ganga í kvöldsólinni, labba stiga, dansa, labba með hundinn, munið bara að þetta er ekki sjálfgefið. Ég get ekkert af þessu lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk