fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ákærður fyrir tugmilljóna fjársvik

Einar Ágústsson sagður hafa fengið hóp Íslendinga til að leggja pening í félagið Skajaquoda

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Einari Ágústssyni fyrir umfangsmikil fjársvik og gjaldeyrisbrot. Einar og bróðir hans, Ágúst, voru meðal annars til umfjöllunar í Kastljósi á síðasta ári en þeir hafa leitt stórar hópfjármagnanir á vefnum Kickstarter.

Í frétt RÚV kemur fram ákæran sé upp á fimmtán blaðsíður. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa fengið Íslendinga til að leggja rúmar sjötíu milljónir til eignarhaldsfélagsins Skajaquoda, en samkvæmt ákæru hélt Einar því fram að hann starfrækti fjárfestingarsjóð undir þessu nafni í Bandaríkjunum. Öll gögn benda þó til þess að sjóðurinn hafi aldrei verið stofnaður.

Samkvæmt ákæru voru brotin þaulskipulögð, en Einar er sagður hafa sent viðkomandi upplýsingar um góða ávöxtun fjármuna í sjóðnum.

Þá er Einar ákærður fyrir umfangsmikil brot á lögum um gjaldeyrismál. Á tæplega tveggja ára tímabili, frá því í október 2011 til júlí 2013 sendi hann með símgreiðslum erlendan gjaldeyri upp á rúmar 220 milljónir króna. Keypti hann gjaldeyrinn af Íslandsbanka án þess að peningurinn væri notaður í vöru- eða þjónustuviðskipti eins og lög kveða á um.
Þess er krafist að Skajaquoda verði látið sæta upptöku á rúmum 67 milljónum sem embætti sérstaks saksóknara lagði hald á í júlí 2013.

Sjá frétt RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga