fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sammála um að skoða kosti flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. segir flugvöllinn tákn um spennu Landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins – Kjarasamningar orsök niðurskurðar í borginni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, eru sammála um að skoða mætti betur þann valkost að byggja flugvöll í Hvassahrauni, sem myndi taka við af flugvellinum í Vatnsmýri.

Dagur og Halldór ræddu flugvallarmálið í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði Dagur að í raun hafi umræðan um flugvöll í Hvassahrauni aldrei farið almennilega af stað og að ekkert uppbyggilegt hefði komið í rifrildinu um flugvöllinn í Vatnsmýri til þessa.

„Ég sakna þess að það hafi ekki verið meiri umræða um Hvassahraunkostinn, sem er jafngóður flugtæknilega en myndi leysa þessa áralöngu deildu,“ sagði Dagur og bætti við:

„Vandinn er sá að flugvöllurinn er orðinn tákn um spennu á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar.“

Halldór sagðist geta ímyndað sér að fólk væri komið með leið á umræðunni um flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann sagði hins vegar alveg ljóst að flugvöllurinn yrði þar áfram, þar til að annar valkostur yrði fundinn.

„Ég hef ekki séð þann valkost. Ég sé ekki Keflavíkurflugvöll ekki sem valkost,“ sagði Halldór en bætti við að hann gæti hugsað sér að skoða Hvassahraun ef viss skilyrði yrði uppfyllt.

„Það þarf að skoða umhverfismat og fleira. Ég hélt að einkaaðilar í flugi, eins og Icelandair, myndi fara i þetta mál. Fara af stað, og byggja upp á nýjum stað, fyrst að þeir telja að Keflavíkurflugvöllur sé of lítill. Svo heyrir maður ekkert um það og ég furða mig á því.“

Halldór metur stöðuna því þannig að skoða þurfi Hvassahraun og hvort að einhver sé tilbúinn til að byggja þar flugvöll.

„Ég er alveg til í að skoða það. Þetta er ekki alveg út í hött.“

Dagur tók undir með Halldóri og sagði að finna þyrfti leiðir til að fjármagna nýjan flugvöll, meðal annars með aðkomu einkaðila.

„Það mætti skoða að nýta tekjur ríkisins af landinu í Vatnsmýri eða fá einkaaðila til að koma að byggingunni.“

Niðurskurður í vændum hjá Reykjavíkurborg

Dagur og Halldór ræddu einnig um þann niðurskurð sem Reykjavíkurborg þarf að leggjast í til að komast yfir hátt tveggja milljarða fjárhagshalla borgarinnar.

Dagur sagði að rót vandans væri kjarasamningar, sem samþykktir voru í fyrra. Þeir hefðu hækkað útgjöld umfram tekjur. Því væri töluverð hagræðing í vændum hjá borginni.

„Í því felst meðal annars að samnýta húsnæði í eigu borgarinnar undir þjónustu, selja eignir og losun leigusamninga við þriðja aðila.“

Þá sagði Dagur skoða þyrfti innkaup og þróun stöðugilda. Þar nefndi borgarstjórinn meðal annars að nýir starfsmenn yrðu ekki endilega ráðnir ef aðrir hætta. Dagur sagði þó að uppsagnir myndu heyra til undantekninga. Hann bætti því við að mikill uppbygging ætti sér stað í borginni sem myndi milda niðurskurðinn.

Halldór sagði það vera rétt að nýir kjarasamningar hefðu hækkað útgjöld og hefðu myndað bil á milli tekna og útgjalda. Hann sagði að vandinn væri hins vegar búinn að vera viðlogandi lengi og hefði safnast upp á mörgum árum.

„Það er þörf fyrir niðurskurði og aðhaldi í rekstri. Ég furða mig á því að það gangi svona illa að reka langstærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, sem er með útsvarið í toppi. Þetta er uppsafnaður vandi sem verið er að taka á núna,“ sagði Halldór og bætti við:

„Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessum 1.800 milljónum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala